Erlent

Munkafundur í Bangkok

Á fjórða þúsund búddamunkar funda nú í Bangkok, höfuðborg Tælands. Þátttakendur eru frá tuttugu og þremur löndum og er dagsk r áin byggð á sameiginlegu bænahaldi og umræðum um búddisma.

Búddatrúarmenn skiptast í tvær stórar fylkingar, Theravada og Mahayana og er meiningin að stilla saman strengi og styrkja rödd búddismans í veröldinni. Þessir friðsemdarmunkar segja að ekki veiti af nú á tímum hryðjuverka, gríðarlegra náttúruhamfara og alþjóðavæðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×