Erlent

400 milljarðar vegna fuglaflensu

George Bush Bandaríkjaforseti bað í dag Bandaríkjaþing um ríflega fjögur hundruð milljarða króna aukafjárveitingu til að búa landið undir fuglaflensufaraldur. Stærstur hluti peninganna á að fara í þróun nýs bóluefnis, en auk þess er gert ráð fyrir að um hundrað milljarða kosti að birgja þjóðina upp af þeim lyfjum sem þegar eru til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×