Erlent

20 hið minnsta féllu í Basra

Frá vettvangi sprengingarinnar í gær.
Frá vettvangi sprengingarinnar í gær. MYND/AP

Að minnsta kosti 20 manns féllu og yfir 40 særðust þegar bílsprengja sprakk á vinsælli verslunargötu í Basra, næststærstu borg Íraks, í gærkvöld. Margt fólk var á götum úti til að fagna Ramadan-hátíðinni sem senn fer að ljúka. Líkamspartar voru á víð og dreif á svæðinu og aðstæður á vettvangi hræðilegar að því er sjónarvottar greindu frá. Miklar skemmdir urðu jafnframt á nærliggjandi byggingum. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér en talið er að öfgasinnaðir sjítamúslimar hafi verið að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×