Erlent

Fimm látnir eftir sprengingu í gullnámu

Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir sprengingu í gullnámu á suðurhluta Filippseyja seint á miðvikudag. Hluti námunnar hrundi við sprenginguna og óttast er að á bilinu fimmtíu til hundrað manns séu enn lokaðir inni í námunni. Eiturgufur gera björgunarmönnum erfitt fyrir þar sem þeir eru ekki með sérstakan búnað til þess að verjast áhrifum þeirra. Unnið er að því að dæla eiturgufunum út og vonast er til að björgunarmenn komist inn í námuna síðar í dag, en ekkert er vitað um ástand þeirra sem fastir eru í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×