Málið snýst um krónur og aura 17. október 2005 00:01 Krónur og aurar eru vandamálið í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna. Hvað mega varnir landsins kosta og hvað telst til þeirra er lykilspurningin. Það er komið á þriðja ár frá því að Bandaríkjamenn gerðu íslenskum stjórnvöldum ljóst að breytinga væri þörf í rekstri varnarstöðvarinnar á Miðnesheiði. Síðan hefur verið fundað og fundað en án árangurs. Frá því í haust hafa embættismenn beggja þjóða reynt að finna samningsgrundvöll en allt kemur fyrir ekki. Deilan snýst um peninga og þar stendur hnífurinn í kúnni. Afstaða Bandaríkjamanna er ljós. Philip S. Kosnett, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna, segir að Ísland sé ekki eins og það var árið 1951. Keflavíkurflugvöllur sé mun frekar borgaralegur flugvöllur en ekki hernaðarlegur og Ísland miklu ríkarar en áður. Allir hafi í meginatriðum samþykkt að það sé sanngjart að Íslendingar axli meiri ábyrgð og borgi hærra hlutfall kostnaðar við rekstur á flugstöðinni í Keflavík. Kosnett segir orrustuþotur ekki einu vörnina sem komi til greina. Ef gerð yrði hryðjuverkaárás á Ísland búi Bandaríkjamenn yfir úrræðum sem hægt væri að nýta til stuðnings ríkisstjórn Íslands ef hún kærði sig um það. Það sé þá ekki aðeins verið að ræða um hersveitirnar í Keflavík. Það séu til úrræði utan landsins sem hægt væri að nota í neyðartilfellum. Kosnett vildi þó ekki fara nánar út í smáatriði í því máli. Heimildarmenn fréttastofunnar segja litla von standa til þess að fundirnir í Washington í næstu viku skili einhverjum raunverulegum árangir. Til þess beri einfaldlega of mikið í milli. Íslendingar vilja ekki borga jafn mikið og Bandaríkjamenn vilja og kröfur þeirra eru sagðar á tíðum óljósar. Það kann að vera í einhverjum tengslum við aðrar breytingar á Keflavíkurstöðin en undanfarnar vikur hefur flugherinn tekið við veigamiklum þáttum í rekstri stöðvarinnar. Kosnett segir sjóherinn og flugherinn tala um að gera flugvöllinn að herstöð flughersins líkt og var fram á sjöunda áratuginn. Heimurinn hafi breyst og um leið uppbygging hersins. Núna séu aðeins flugvélar flughersins í Keflavík en engar frá sjóhernum. Það er því lítið vit í því fyrir sjóherinn að reka flugvöllinn áfram. Í raun sé um að ræða innra stjórnunarfyrirkomulag innan hersins. Kosnett segir að það myndi ekki hafa áhrif á getuna til að verja Ísland þó Keflavík yrði herstöð flughersins. Um sé að ræða stjórnunarlegt atriði sem snýr að fjárhagsáætlun og það sé algjörlega aðskilið frá viðræðunum á milli Bandaríkjamanna og Íslendinga um skipulag herstöðvarinnar, kostnaðarhlutdeild og hvernig best sé að tryggja áfram öryggi íslensku þjóðarinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Krónur og aurar eru vandamálið í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna. Hvað mega varnir landsins kosta og hvað telst til þeirra er lykilspurningin. Það er komið á þriðja ár frá því að Bandaríkjamenn gerðu íslenskum stjórnvöldum ljóst að breytinga væri þörf í rekstri varnarstöðvarinnar á Miðnesheiði. Síðan hefur verið fundað og fundað en án árangurs. Frá því í haust hafa embættismenn beggja þjóða reynt að finna samningsgrundvöll en allt kemur fyrir ekki. Deilan snýst um peninga og þar stendur hnífurinn í kúnni. Afstaða Bandaríkjamanna er ljós. Philip S. Kosnett, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna, segir að Ísland sé ekki eins og það var árið 1951. Keflavíkurflugvöllur sé mun frekar borgaralegur flugvöllur en ekki hernaðarlegur og Ísland miklu ríkarar en áður. Allir hafi í meginatriðum samþykkt að það sé sanngjart að Íslendingar axli meiri ábyrgð og borgi hærra hlutfall kostnaðar við rekstur á flugstöðinni í Keflavík. Kosnett segir orrustuþotur ekki einu vörnina sem komi til greina. Ef gerð yrði hryðjuverkaárás á Ísland búi Bandaríkjamenn yfir úrræðum sem hægt væri að nýta til stuðnings ríkisstjórn Íslands ef hún kærði sig um það. Það sé þá ekki aðeins verið að ræða um hersveitirnar í Keflavík. Það séu til úrræði utan landsins sem hægt væri að nota í neyðartilfellum. Kosnett vildi þó ekki fara nánar út í smáatriði í því máli. Heimildarmenn fréttastofunnar segja litla von standa til þess að fundirnir í Washington í næstu viku skili einhverjum raunverulegum árangir. Til þess beri einfaldlega of mikið í milli. Íslendingar vilja ekki borga jafn mikið og Bandaríkjamenn vilja og kröfur þeirra eru sagðar á tíðum óljósar. Það kann að vera í einhverjum tengslum við aðrar breytingar á Keflavíkurstöðin en undanfarnar vikur hefur flugherinn tekið við veigamiklum þáttum í rekstri stöðvarinnar. Kosnett segir sjóherinn og flugherinn tala um að gera flugvöllinn að herstöð flughersins líkt og var fram á sjöunda áratuginn. Heimurinn hafi breyst og um leið uppbygging hersins. Núna séu aðeins flugvélar flughersins í Keflavík en engar frá sjóhernum. Það er því lítið vit í því fyrir sjóherinn að reka flugvöllinn áfram. Í raun sé um að ræða innra stjórnunarfyrirkomulag innan hersins. Kosnett segir að það myndi ekki hafa áhrif á getuna til að verja Ísland þó Keflavík yrði herstöð flughersins. Um sé að ræða stjórnunarlegt atriði sem snýr að fjárhagsáætlun og það sé algjörlega aðskilið frá viðræðunum á milli Bandaríkjamanna og Íslendinga um skipulag herstöðvarinnar, kostnaðarhlutdeild og hvernig best sé að tryggja áfram öryggi íslensku þjóðarinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira