Málið snýst um krónur og aura 17. október 2005 00:01 Krónur og aurar eru vandamálið í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna. Hvað mega varnir landsins kosta og hvað telst til þeirra er lykilspurningin. Það er komið á þriðja ár frá því að Bandaríkjamenn gerðu íslenskum stjórnvöldum ljóst að breytinga væri þörf í rekstri varnarstöðvarinnar á Miðnesheiði. Síðan hefur verið fundað og fundað en án árangurs. Frá því í haust hafa embættismenn beggja þjóða reynt að finna samningsgrundvöll en allt kemur fyrir ekki. Deilan snýst um peninga og þar stendur hnífurinn í kúnni. Afstaða Bandaríkjamanna er ljós. Philip S. Kosnett, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna, segir að Ísland sé ekki eins og það var árið 1951. Keflavíkurflugvöllur sé mun frekar borgaralegur flugvöllur en ekki hernaðarlegur og Ísland miklu ríkarar en áður. Allir hafi í meginatriðum samþykkt að það sé sanngjart að Íslendingar axli meiri ábyrgð og borgi hærra hlutfall kostnaðar við rekstur á flugstöðinni í Keflavík. Kosnett segir orrustuþotur ekki einu vörnina sem komi til greina. Ef gerð yrði hryðjuverkaárás á Ísland búi Bandaríkjamenn yfir úrræðum sem hægt væri að nýta til stuðnings ríkisstjórn Íslands ef hún kærði sig um það. Það sé þá ekki aðeins verið að ræða um hersveitirnar í Keflavík. Það séu til úrræði utan landsins sem hægt væri að nota í neyðartilfellum. Kosnett vildi þó ekki fara nánar út í smáatriði í því máli. Heimildarmenn fréttastofunnar segja litla von standa til þess að fundirnir í Washington í næstu viku skili einhverjum raunverulegum árangir. Til þess beri einfaldlega of mikið í milli. Íslendingar vilja ekki borga jafn mikið og Bandaríkjamenn vilja og kröfur þeirra eru sagðar á tíðum óljósar. Það kann að vera í einhverjum tengslum við aðrar breytingar á Keflavíkurstöðin en undanfarnar vikur hefur flugherinn tekið við veigamiklum þáttum í rekstri stöðvarinnar. Kosnett segir sjóherinn og flugherinn tala um að gera flugvöllinn að herstöð flughersins líkt og var fram á sjöunda áratuginn. Heimurinn hafi breyst og um leið uppbygging hersins. Núna séu aðeins flugvélar flughersins í Keflavík en engar frá sjóhernum. Það er því lítið vit í því fyrir sjóherinn að reka flugvöllinn áfram. Í raun sé um að ræða innra stjórnunarfyrirkomulag innan hersins. Kosnett segir að það myndi ekki hafa áhrif á getuna til að verja Ísland þó Keflavík yrði herstöð flughersins. Um sé að ræða stjórnunarlegt atriði sem snýr að fjárhagsáætlun og það sé algjörlega aðskilið frá viðræðunum á milli Bandaríkjamanna og Íslendinga um skipulag herstöðvarinnar, kostnaðarhlutdeild og hvernig best sé að tryggja áfram öryggi íslensku þjóðarinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Krónur og aurar eru vandamálið í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna. Hvað mega varnir landsins kosta og hvað telst til þeirra er lykilspurningin. Það er komið á þriðja ár frá því að Bandaríkjamenn gerðu íslenskum stjórnvöldum ljóst að breytinga væri þörf í rekstri varnarstöðvarinnar á Miðnesheiði. Síðan hefur verið fundað og fundað en án árangurs. Frá því í haust hafa embættismenn beggja þjóða reynt að finna samningsgrundvöll en allt kemur fyrir ekki. Deilan snýst um peninga og þar stendur hnífurinn í kúnni. Afstaða Bandaríkjamanna er ljós. Philip S. Kosnett, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna, segir að Ísland sé ekki eins og það var árið 1951. Keflavíkurflugvöllur sé mun frekar borgaralegur flugvöllur en ekki hernaðarlegur og Ísland miklu ríkarar en áður. Allir hafi í meginatriðum samþykkt að það sé sanngjart að Íslendingar axli meiri ábyrgð og borgi hærra hlutfall kostnaðar við rekstur á flugstöðinni í Keflavík. Kosnett segir orrustuþotur ekki einu vörnina sem komi til greina. Ef gerð yrði hryðjuverkaárás á Ísland búi Bandaríkjamenn yfir úrræðum sem hægt væri að nýta til stuðnings ríkisstjórn Íslands ef hún kærði sig um það. Það sé þá ekki aðeins verið að ræða um hersveitirnar í Keflavík. Það séu til úrræði utan landsins sem hægt væri að nota í neyðartilfellum. Kosnett vildi þó ekki fara nánar út í smáatriði í því máli. Heimildarmenn fréttastofunnar segja litla von standa til þess að fundirnir í Washington í næstu viku skili einhverjum raunverulegum árangir. Til þess beri einfaldlega of mikið í milli. Íslendingar vilja ekki borga jafn mikið og Bandaríkjamenn vilja og kröfur þeirra eru sagðar á tíðum óljósar. Það kann að vera í einhverjum tengslum við aðrar breytingar á Keflavíkurstöðin en undanfarnar vikur hefur flugherinn tekið við veigamiklum þáttum í rekstri stöðvarinnar. Kosnett segir sjóherinn og flugherinn tala um að gera flugvöllinn að herstöð flughersins líkt og var fram á sjöunda áratuginn. Heimurinn hafi breyst og um leið uppbygging hersins. Núna séu aðeins flugvélar flughersins í Keflavík en engar frá sjóhernum. Það er því lítið vit í því fyrir sjóherinn að reka flugvöllinn áfram. Í raun sé um að ræða innra stjórnunarfyrirkomulag innan hersins. Kosnett segir að það myndi ekki hafa áhrif á getuna til að verja Ísland þó Keflavík yrði herstöð flughersins. Um sé að ræða stjórnunarlegt atriði sem snýr að fjárhagsáætlun og það sé algjörlega aðskilið frá viðræðunum á milli Bandaríkjamanna og Íslendinga um skipulag herstöðvarinnar, kostnaðarhlutdeild og hvernig best sé að tryggja áfram öryggi íslensku þjóðarinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira