Börnunum haldið heima 17. október 2005 00:01 Leikskólar í Kópavogi og víðar hafa brugðið á það ráð að loka einni deild á dag, svo foreldrar verða annað hvort að vera heima með börnum sínum þann dag eða bregða á önnur ráð þegar kemur að barnagæslu. „Ég er rosalega heppin, yfirmaður minn sýnir þessu mikinn skilning, en ég býst við því að þessir dagar dragist bara af sumarfríinu mínu,“ segir Kópavogsbúinn Gyða Gunnarsdóttir, sem starfar sem sérfræðingur hjá kreditkortafyrirtæki. Mannekla hefur rekið leikskólann sem dóttir Gyðu gengur í til að loka einni deild á dag, og hafa Gyða og maður hennar skipst á að vera heima með þriggja ára dóttur sinni um það bil einn dag í viku síðan um miðjan september. Aðrir foreldrar bjarga sér fyrir horn með því að biðja heimavinnandi ættingja um hjálp á meðan þetta ástand varir, eða kaupa sér pössun, og er ástandið auðvitað verra ef foreldrarnir eiga börn á fleiri en einni deild á leikskólanum. Þó segir Gyða að henni hafi verið tilkynnt nýlega að frá og með 25. október lagist ástandið, og þurfi hún þá bara að sækja barnið snemma einn dag í viku. „Okkur vantar á milli 18 og 20 starfsmenn til að fylla 13 til 14 stöðugildi á þeim 16 leikskólum sem Kópavogsbær rekur,“ segir Sesselja Hauksdóttir, leikskólafulltrúi Kópavogsbæs. Sesselja áréttar að þó ástandið virðist vera að batna á öðrum af þeim tveim leikskólum Kópavogs, þá er hún ekki of bjartsýn á að lausn sé í sjónmáli. „Ástandið á öðrum þeirra virðist vera að skríða saman í bili allavegana, en svo getur það verið breytt á morgun. Því miður er þetta bara svona,“ segir Sesselja. Þó engin börn eldri en tveggja ára séu á biðlista í Kópavogi, þá eru tíu til fimmtán börn enn ekki komin inn þó þeim hafi verið úthlutað leikskólaplássi, einfaldlega vegna þess að ekki er hægt að taka við þeim vegna manneklu, að sögn Sesselju. Ástandið er ekki mikið betra í Reykjavík, þar sem leikskólar hafa sumir hverjir brugðið á sama ráð og Kópavogsbær. Tvöhundruð og sjö börn eldri en átján mánaða voru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík í byrjun þessa mánaðar. Það er fækkun um 46 börn síðan í byrjun september. Flest börn eru á biðlista í austurbæ Reykjavíkur, þá sérstaklega í Grafarholti og Breiðholti. Fréttir Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Leikskólar í Kópavogi og víðar hafa brugðið á það ráð að loka einni deild á dag, svo foreldrar verða annað hvort að vera heima með börnum sínum þann dag eða bregða á önnur ráð þegar kemur að barnagæslu. „Ég er rosalega heppin, yfirmaður minn sýnir þessu mikinn skilning, en ég býst við því að þessir dagar dragist bara af sumarfríinu mínu,“ segir Kópavogsbúinn Gyða Gunnarsdóttir, sem starfar sem sérfræðingur hjá kreditkortafyrirtæki. Mannekla hefur rekið leikskólann sem dóttir Gyðu gengur í til að loka einni deild á dag, og hafa Gyða og maður hennar skipst á að vera heima með þriggja ára dóttur sinni um það bil einn dag í viku síðan um miðjan september. Aðrir foreldrar bjarga sér fyrir horn með því að biðja heimavinnandi ættingja um hjálp á meðan þetta ástand varir, eða kaupa sér pössun, og er ástandið auðvitað verra ef foreldrarnir eiga börn á fleiri en einni deild á leikskólanum. Þó segir Gyða að henni hafi verið tilkynnt nýlega að frá og með 25. október lagist ástandið, og þurfi hún þá bara að sækja barnið snemma einn dag í viku. „Okkur vantar á milli 18 og 20 starfsmenn til að fylla 13 til 14 stöðugildi á þeim 16 leikskólum sem Kópavogsbær rekur,“ segir Sesselja Hauksdóttir, leikskólafulltrúi Kópavogsbæs. Sesselja áréttar að þó ástandið virðist vera að batna á öðrum af þeim tveim leikskólum Kópavogs, þá er hún ekki of bjartsýn á að lausn sé í sjónmáli. „Ástandið á öðrum þeirra virðist vera að skríða saman í bili allavegana, en svo getur það verið breytt á morgun. Því miður er þetta bara svona,“ segir Sesselja. Þó engin börn eldri en tveggja ára séu á biðlista í Kópavogi, þá eru tíu til fimmtán börn enn ekki komin inn þó þeim hafi verið úthlutað leikskólaplássi, einfaldlega vegna þess að ekki er hægt að taka við þeim vegna manneklu, að sögn Sesselju. Ástandið er ekki mikið betra í Reykjavík, þar sem leikskólar hafa sumir hverjir brugðið á sama ráð og Kópavogsbær. Tvöhundruð og sjö börn eldri en átján mánaða voru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík í byrjun þessa mánaðar. Það er fækkun um 46 börn síðan í byrjun september. Flest börn eru á biðlista í austurbæ Reykjavíkur, þá sérstaklega í Grafarholti og Breiðholti.
Fréttir Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira