Innlent

Eldur í íbúð við Skúlagötu

Eldur kom upp í kjallaraíbúð við Skúlagötu í kvöld og var allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sent á vettvang. Að sögn varðstjóra á vakt er nú búið að slökkva eldinn en íbúðin var mannlaus. Mikinn reyk lagði frá henni og a.m.k. ein rúða í íbúðinni sprakk vegna eldsins. Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×