Innlent

Veiðibann hrekur frá

Fréttir af skotveiðibanni frá og með 15. októbersem bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum á miðvikudag og tekur til allra þeirra sem ekki eiga lögheimili í sveitarfélaginu hefur skaðað þá sem standa að ferðaþjónustu á svæðinu segir Jón Hákon Ágústsson, eigandi gistiheimilisins Kaupfélagið. „Nú þegar vetur er genginn í garð er maður með allar klær úti til að fá ferðamenn hingað og ég er nýbúinn að kaupa auglýsingar í blöðum þar sem ég höfða einmitt til veiðimanna en það er búið að fæla þá með frétt og tilkynningum af þessu banni sem í raun hefur engin áhrif á skotveiði hér því svæðin sem umræðir eru lítil skotveiðisvæði," segir hann og bætir við að átta mannahópur hafi afpnatað hjá sér vegna þessa. Guðmundur Gunnlaugsson segir að þessar eiganrjarðir í eigu Vesturbyggðar séu aðeins þrjár jarðir og því gildi bannið aðeins á brotabroti af víðáttumiklu umráðasvæði sveitarfélagsins. Eingarjarðirnar sem um ræðir eru Vesturbotn í Patreksfirði, Hóll á Bíldudal og Hringsdalur í Arnarfirði. Jón Hákon segir að ekki hafi mikið verið um skotveiði á þessum jörðum og því skilji hann ekki tilgang bannsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×