Hækka skatt þegar þeir sjá hann 14. október 2005 00:01 Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi félagshyggju í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kvað talsmenn hennar vilja skattahækkanir. „Ég heyrði á dögunum að formaður Samfylkingarinnar vilji nú hækka fjármagnstekjuskattinn. Það kom mér ekki á óvart. Berlínarmúrinn er löngu fallinn en þeir múrar sem hugmyndaheimur Samfylkingarinnar hírist innan standa greinilega enn óbrotnir... Hún er nefnilega römm skatthækkunartaugin er dregur rekka til föðurtúna félagshyggjunnar," sagði Davíð. Hann kvaðst vilja lækka skatta þegar færi gæfist og auka þar með hlutinn sem vinnandi menn héldu eftir af aflafé sínu. „Vinstri menn mega ekki sjá skatt án þess að vilja hækka hann." Davíð vék orðum að dómsmálum og gat þess að í sinni tíð hefðu verið sett stjórnsýslulög og upplýsingalög. „Sjálfstæði dómstólanna er fullkomlega tryggt. Við höfum lögfest mannréttindasáttmála Evrópu og þannig gert hann jafngildan íslenskum lögum - að vísu með þeirri afleiðingu sem Magnús heitinn Óskarsson orðaði þannig að bilaðir menn jafnt sem óbilaðir beri hann nú fyrir sig af minnsta tilefni." Davíð sagði Kyoto-samþykktina um varnir gegn gróðurhúsaáhrifum byggða á afar ótraustum vísindalegum grunni en viðleitnin með sáttmálanum væri örugglega í rétta átt. Sjálfstæðismenn hefðu tekið fullan þátt í umræðunni um hlýnun jarðar. „Því miður hefur sú umræða á köflum verið borin uppi af óræðri tilfinningasemi og í versta falli innantómum áróðri fremur en rökum." Davíð tók dæmi af fréttum um að hlýnun jarðar kynni að valda breytingum á Golfstraumnum. „Svo birtist nýlega frétt, þó miklu fyrirferðaminni, þar sem vísindamenn kynntu þá niðurstöðu sína að allt benti til þess að þrátt fyrir hugsanlega hlýnun á norðurslóðum myndi Golfstraumurinn halda áfram sínu hringsóli. Þessi litla saga kennir að vísindin verða að fá frið og tíma til að nálgast niðurstöður í flóknum málum... Æsinga- og öfgamenn eiga ekki að fá að ráða þessari umræðu frekar en annarri," sagði Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi félagshyggju í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kvað talsmenn hennar vilja skattahækkanir. „Ég heyrði á dögunum að formaður Samfylkingarinnar vilji nú hækka fjármagnstekjuskattinn. Það kom mér ekki á óvart. Berlínarmúrinn er löngu fallinn en þeir múrar sem hugmyndaheimur Samfylkingarinnar hírist innan standa greinilega enn óbrotnir... Hún er nefnilega römm skatthækkunartaugin er dregur rekka til föðurtúna félagshyggjunnar," sagði Davíð. Hann kvaðst vilja lækka skatta þegar færi gæfist og auka þar með hlutinn sem vinnandi menn héldu eftir af aflafé sínu. „Vinstri menn mega ekki sjá skatt án þess að vilja hækka hann." Davíð vék orðum að dómsmálum og gat þess að í sinni tíð hefðu verið sett stjórnsýslulög og upplýsingalög. „Sjálfstæði dómstólanna er fullkomlega tryggt. Við höfum lögfest mannréttindasáttmála Evrópu og þannig gert hann jafngildan íslenskum lögum - að vísu með þeirri afleiðingu sem Magnús heitinn Óskarsson orðaði þannig að bilaðir menn jafnt sem óbilaðir beri hann nú fyrir sig af minnsta tilefni." Davíð sagði Kyoto-samþykktina um varnir gegn gróðurhúsaáhrifum byggða á afar ótraustum vísindalegum grunni en viðleitnin með sáttmálanum væri örugglega í rétta átt. Sjálfstæðismenn hefðu tekið fullan þátt í umræðunni um hlýnun jarðar. „Því miður hefur sú umræða á köflum verið borin uppi af óræðri tilfinningasemi og í versta falli innantómum áróðri fremur en rökum." Davíð tók dæmi af fréttum um að hlýnun jarðar kynni að valda breytingum á Golfstraumnum. „Svo birtist nýlega frétt, þó miklu fyrirferðaminni, þar sem vísindamenn kynntu þá niðurstöðu sína að allt benti til þess að þrátt fyrir hugsanlega hlýnun á norðurslóðum myndi Golfstraumurinn halda áfram sínu hringsóli. Þessi litla saga kennir að vísindin verða að fá frið og tíma til að nálgast niðurstöður í flóknum málum... Æsinga- og öfgamenn eiga ekki að fá að ráða þessari umræðu frekar en annarri," sagði Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira