Hækka skatt þegar þeir sjá hann 14. október 2005 00:01 Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi félagshyggju í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kvað talsmenn hennar vilja skattahækkanir. „Ég heyrði á dögunum að formaður Samfylkingarinnar vilji nú hækka fjármagnstekjuskattinn. Það kom mér ekki á óvart. Berlínarmúrinn er löngu fallinn en þeir múrar sem hugmyndaheimur Samfylkingarinnar hírist innan standa greinilega enn óbrotnir... Hún er nefnilega römm skatthækkunartaugin er dregur rekka til föðurtúna félagshyggjunnar," sagði Davíð. Hann kvaðst vilja lækka skatta þegar færi gæfist og auka þar með hlutinn sem vinnandi menn héldu eftir af aflafé sínu. „Vinstri menn mega ekki sjá skatt án þess að vilja hækka hann." Davíð vék orðum að dómsmálum og gat þess að í sinni tíð hefðu verið sett stjórnsýslulög og upplýsingalög. „Sjálfstæði dómstólanna er fullkomlega tryggt. Við höfum lögfest mannréttindasáttmála Evrópu og þannig gert hann jafngildan íslenskum lögum - að vísu með þeirri afleiðingu sem Magnús heitinn Óskarsson orðaði þannig að bilaðir menn jafnt sem óbilaðir beri hann nú fyrir sig af minnsta tilefni." Davíð sagði Kyoto-samþykktina um varnir gegn gróðurhúsaáhrifum byggða á afar ótraustum vísindalegum grunni en viðleitnin með sáttmálanum væri örugglega í rétta átt. Sjálfstæðismenn hefðu tekið fullan þátt í umræðunni um hlýnun jarðar. „Því miður hefur sú umræða á köflum verið borin uppi af óræðri tilfinningasemi og í versta falli innantómum áróðri fremur en rökum." Davíð tók dæmi af fréttum um að hlýnun jarðar kynni að valda breytingum á Golfstraumnum. „Svo birtist nýlega frétt, þó miklu fyrirferðaminni, þar sem vísindamenn kynntu þá niðurstöðu sína að allt benti til þess að þrátt fyrir hugsanlega hlýnun á norðurslóðum myndi Golfstraumurinn halda áfram sínu hringsóli. Þessi litla saga kennir að vísindin verða að fá frið og tíma til að nálgast niðurstöður í flóknum málum... Æsinga- og öfgamenn eiga ekki að fá að ráða þessari umræðu frekar en annarri," sagði Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi félagshyggju í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kvað talsmenn hennar vilja skattahækkanir. „Ég heyrði á dögunum að formaður Samfylkingarinnar vilji nú hækka fjármagnstekjuskattinn. Það kom mér ekki á óvart. Berlínarmúrinn er löngu fallinn en þeir múrar sem hugmyndaheimur Samfylkingarinnar hírist innan standa greinilega enn óbrotnir... Hún er nefnilega römm skatthækkunartaugin er dregur rekka til föðurtúna félagshyggjunnar," sagði Davíð. Hann kvaðst vilja lækka skatta þegar færi gæfist og auka þar með hlutinn sem vinnandi menn héldu eftir af aflafé sínu. „Vinstri menn mega ekki sjá skatt án þess að vilja hækka hann." Davíð vék orðum að dómsmálum og gat þess að í sinni tíð hefðu verið sett stjórnsýslulög og upplýsingalög. „Sjálfstæði dómstólanna er fullkomlega tryggt. Við höfum lögfest mannréttindasáttmála Evrópu og þannig gert hann jafngildan íslenskum lögum - að vísu með þeirri afleiðingu sem Magnús heitinn Óskarsson orðaði þannig að bilaðir menn jafnt sem óbilaðir beri hann nú fyrir sig af minnsta tilefni." Davíð sagði Kyoto-samþykktina um varnir gegn gróðurhúsaáhrifum byggða á afar ótraustum vísindalegum grunni en viðleitnin með sáttmálanum væri örugglega í rétta átt. Sjálfstæðismenn hefðu tekið fullan þátt í umræðunni um hlýnun jarðar. „Því miður hefur sú umræða á köflum verið borin uppi af óræðri tilfinningasemi og í versta falli innantómum áróðri fremur en rökum." Davíð tók dæmi af fréttum um að hlýnun jarðar kynni að valda breytingum á Golfstraumnum. „Svo birtist nýlega frétt, þó miklu fyrirferðaminni, þar sem vísindamenn kynntu þá niðurstöðu sína að allt benti til þess að þrátt fyrir hugsanlega hlýnun á norðurslóðum myndi Golfstraumurinn halda áfram sínu hringsóli. Þessi litla saga kennir að vísindin verða að fá frið og tíma til að nálgast niðurstöður í flóknum málum... Æsinga- og öfgamenn eiga ekki að fá að ráða þessari umræðu frekar en annarri," sagði Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira