Innlent

Vistaskipti sýslumanna

Lárus Bjarnason,sýslumaður á Seyðisfirði,hefur óskað eftir því, með tilvísun til tilraunaverkefnis um tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna,að taka við störfum hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík, frá fimmtánda október nk. til 1. maí 2006. Fallist hefur verið á ósk sýslumannsins og honum veitt leyfi frá störfum. Ástríður Grímsdóttir, sýslumaður á Ólafsfirði, hefur verið sett í embætti sýslumanns á Seyðisfirði meðan á leyfi skipaðs sýslumanns stendur. Þá hefur Björn Jósef Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri, verið settur til að gegna embætti sýslumanns á Ólafsfirði á tímabilinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×