Samfylkingin dótturfélag auðhrings 23. október 2005 17:31 Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins var harðorður í garð 365 fjölmiðlasamsteypunnar í setningarræðu sinni á 36. landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær og sagði hana misnotaða af eigendum sínum. Hann leit yfir farinn veg, kvaðst hafa notið þess út í æsar að vera formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann kvaddi flokksmenn og sagðist einnig glaður yfir því að mega hætta á eigin forsendum. „Ég hef fagnað og þakkað þá miklu eindrægni sem ríkt hefur í miðstjórn og þingflokki alla mína formannstíð. Dótturfélag auðhrings Davíð sagði að þjóðin hefði fylgst með hvernig fjölmiðlasamsteypa hefði verið notuð til að þjóna hagsmunum aðaleigenda sinna, sem stæðu í ströngu á öðrum vettvangi. „Slíka notkun auðhrings á fjölmiðlum hef ég hvergi séð í þessum mæli og fylgist þó víða vel með. Óvægnum árásum og slúðri úr stolnum gögnum hefur verið beint gegn einstaklingum sem auðhringnum hefur verið í nöp við. Árásum hefur einnig verið beint að mér, oftast þó undir rós og með endalausum dylgjum. Ég læt mér það í léttu rúmi liggja. Hver leigupenninn af öðrum heldur því fram að ég sé andvígur tiltekinni samþjöppun umsvifa í viðskiptalífinu af því að mér líki ekki eigendahópurinn." Davíð rifjaði síðan upp að hann hefði í ræðu og riti talað gegn samþjöppun og einokun. „Ég er andvígur því að heilbrigð samkeppni snúist upp í andhverfu sína, vegna þess að ég trúi því og hef alltaf trúað því að heilbrigð samkeppni sé góð fyrir fólkið í landinu. Ég hrósaði Alþýðuflokknum sáluga 1978 fyrir rétta afstöðu í þessu máli þá. Því er enn dapurlegra að ekki aðeins formaður Samfylkingarinnar, heldur einnig sumir þingmenn hennar, eins og ömurlegt uppistand í þinginu síðastliðinn þriðjudag sýndi, virðast naumast líta lengur á Samfylkinguna sem flokk en fremur sem tiltölulega léttvægt dótturfélag auðhrings. Við Sjálfstæðismenn getum því ekki vænst stuðnings úr þessari átt." Forsetinn og árásin Davíð brýndi fyrir fundargestum að láta þessi ósköp sem nú væru uppi og ætluð væru til að rugla fólk í ríminu og skelfa lögreglu og dómstóla, hafa nein áhrif á störf landsfundarins. „Eftir fáein ár verður þessi ljótasti blettur í sögu íslenskrar fjölmiðlunar kominn í sitt skot í sögunni. Sama má segja um þá árás sem gerð var á þingræðið í landinu og lengi verður í minnum höfð. Sjálfstæðisflokkurinn mun hins vegar áfram berjast fyrir frjálsu samfélagi, þar sem fölskvalaus samkeppni ríkir, allir eiga jafnan rétt til náms og heilbrigðisþjónustu, þar sem tækifærin eru fjöldans og allir teljast jafnir fyrir lögunum."Evrópusambandið Davíð vék einnig orðum að öðrum átakamálum samtímans. Hann sagði að við og við blossaði upp umræða um það, hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hann sagði stefnu Sjálfstæðisflokksins skýra. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið tryggði aðgang að innri markaði sambandsins. Þar með nytu Íslendingar helstu kosta aðildar án þess að vera meðlimir og þurfa að sæta ókostunum. „Það liggur líka fyrir að aðild að Evrópusambandinu myndi reynast okkur mjög dýr... Aðgöngumiðinn myndi kosta mörg þúsund milljónir á ári hverju. Og hver vill kaupa slíkan miða sem engu breytir um markaðsaðgang okkar en færir yfirráð yfir íslensku fiskimiðunum til Brussel og smám saman myndi svipta okkur raunverulegu sjálfstæði í efnahagsmálum? Enginn hefði maður haldið. En það er sama hversu sýningin er slæm, illa leikin og endirinn ömurlegur, það er eins og alltaf sé hægt að finna einhvern vitleysinginn sem vill kaupa miða á uppsprengdu verði. Formaður Samfylkingarinnar vill nú að Íslendingar kasti krónunni og taki upp evru vegna snúinnar stöðu efnahagsmála um skamma hríð. Er það virkilega svo að það hafi farið fram hjá einhverjum að evra verður ekki tekin upp án aðildar að ESB? Vita menn ekki að það tæki mörg ár að ganga í ESB?. Hefur enginn sagt þeim að eftir að í ESB er komið þarf íslenska myntin að fylgja skráningu evrunnar í tvö ár áður en evran verður tekin upp sem gjaldmiðill þjóðarinnar?" Davíð bætti við að vaxtastefna ESB miðaðist við hagsmuni stóru aðildarþjóðanna auk þess sem aðild þýddi glötuð yfirráð yfir fiskimiðunum og milljarða kostnað sem aðild fylgdi. „Hitt er svo annað mál, að við megum ekki falla í þá gryfju að halda að allt sé ómögulegt sem frá Samfylkingunni kemur. Það er alls ekki svo. Því miður er það einfaldlega þannig að 99 prósent af því kemur óorði á allt hitt." > Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins var harðorður í garð 365 fjölmiðlasamsteypunnar í setningarræðu sinni á 36. landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær og sagði hana misnotaða af eigendum sínum. Hann leit yfir farinn veg, kvaðst hafa notið þess út í æsar að vera formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann kvaddi flokksmenn og sagðist einnig glaður yfir því að mega hætta á eigin forsendum. „Ég hef fagnað og þakkað þá miklu eindrægni sem ríkt hefur í miðstjórn og þingflokki alla mína formannstíð. Dótturfélag auðhrings Davíð sagði að þjóðin hefði fylgst með hvernig fjölmiðlasamsteypa hefði verið notuð til að þjóna hagsmunum aðaleigenda sinna, sem stæðu í ströngu á öðrum vettvangi. „Slíka notkun auðhrings á fjölmiðlum hef ég hvergi séð í þessum mæli og fylgist þó víða vel með. Óvægnum árásum og slúðri úr stolnum gögnum hefur verið beint gegn einstaklingum sem auðhringnum hefur verið í nöp við. Árásum hefur einnig verið beint að mér, oftast þó undir rós og með endalausum dylgjum. Ég læt mér það í léttu rúmi liggja. Hver leigupenninn af öðrum heldur því fram að ég sé andvígur tiltekinni samþjöppun umsvifa í viðskiptalífinu af því að mér líki ekki eigendahópurinn." Davíð rifjaði síðan upp að hann hefði í ræðu og riti talað gegn samþjöppun og einokun. „Ég er andvígur því að heilbrigð samkeppni snúist upp í andhverfu sína, vegna þess að ég trúi því og hef alltaf trúað því að heilbrigð samkeppni sé góð fyrir fólkið í landinu. Ég hrósaði Alþýðuflokknum sáluga 1978 fyrir rétta afstöðu í þessu máli þá. Því er enn dapurlegra að ekki aðeins formaður Samfylkingarinnar, heldur einnig sumir þingmenn hennar, eins og ömurlegt uppistand í þinginu síðastliðinn þriðjudag sýndi, virðast naumast líta lengur á Samfylkinguna sem flokk en fremur sem tiltölulega léttvægt dótturfélag auðhrings. Við Sjálfstæðismenn getum því ekki vænst stuðnings úr þessari átt." Forsetinn og árásin Davíð brýndi fyrir fundargestum að láta þessi ósköp sem nú væru uppi og ætluð væru til að rugla fólk í ríminu og skelfa lögreglu og dómstóla, hafa nein áhrif á störf landsfundarins. „Eftir fáein ár verður þessi ljótasti blettur í sögu íslenskrar fjölmiðlunar kominn í sitt skot í sögunni. Sama má segja um þá árás sem gerð var á þingræðið í landinu og lengi verður í minnum höfð. Sjálfstæðisflokkurinn mun hins vegar áfram berjast fyrir frjálsu samfélagi, þar sem fölskvalaus samkeppni ríkir, allir eiga jafnan rétt til náms og heilbrigðisþjónustu, þar sem tækifærin eru fjöldans og allir teljast jafnir fyrir lögunum."Evrópusambandið Davíð vék einnig orðum að öðrum átakamálum samtímans. Hann sagði að við og við blossaði upp umræða um það, hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hann sagði stefnu Sjálfstæðisflokksins skýra. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið tryggði aðgang að innri markaði sambandsins. Þar með nytu Íslendingar helstu kosta aðildar án þess að vera meðlimir og þurfa að sæta ókostunum. „Það liggur líka fyrir að aðild að Evrópusambandinu myndi reynast okkur mjög dýr... Aðgöngumiðinn myndi kosta mörg þúsund milljónir á ári hverju. Og hver vill kaupa slíkan miða sem engu breytir um markaðsaðgang okkar en færir yfirráð yfir íslensku fiskimiðunum til Brussel og smám saman myndi svipta okkur raunverulegu sjálfstæði í efnahagsmálum? Enginn hefði maður haldið. En það er sama hversu sýningin er slæm, illa leikin og endirinn ömurlegur, það er eins og alltaf sé hægt að finna einhvern vitleysinginn sem vill kaupa miða á uppsprengdu verði. Formaður Samfylkingarinnar vill nú að Íslendingar kasti krónunni og taki upp evru vegna snúinnar stöðu efnahagsmála um skamma hríð. Er það virkilega svo að það hafi farið fram hjá einhverjum að evra verður ekki tekin upp án aðildar að ESB? Vita menn ekki að það tæki mörg ár að ganga í ESB?. Hefur enginn sagt þeim að eftir að í ESB er komið þarf íslenska myntin að fylgja skráningu evrunnar í tvö ár áður en evran verður tekin upp sem gjaldmiðill þjóðarinnar?" Davíð bætti við að vaxtastefna ESB miðaðist við hagsmuni stóru aðildarþjóðanna auk þess sem aðild þýddi glötuð yfirráð yfir fiskimiðunum og milljarða kostnað sem aðild fylgdi. „Hitt er svo annað mál, að við megum ekki falla í þá gryfju að halda að allt sé ómögulegt sem frá Samfylkingunni kemur. Það er alls ekki svo. Því miður er það einfaldlega þannig að 99 prósent af því kemur óorði á allt hitt." >
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira