Innlent

Manneklan enn við lýði

Enn er engin lausn í sjónmáli varðandi manneklu í sumum leikskólum borgarinnar. Vandræðin eru orðin svo mikil að sum börn þurfa að vera heima í þrjá daga af tuttugu. Stjórnendur leikskólans Austurborgar hefur gripið til þess ráðs að senda öllum foreldrum lista yfir þá daga sem börnin eiga að vera heima á næstu fimmtán dögum. Hvert barn þarf að dvelja heima í tvo daga af fimmtán. Ástandið á leikskólanum er orðið svo alvarlegt að sumir foreldrar óttast jafnvel að missa vinnuna. Foreldrafélag mótmælir harðlega þeim yfirborðslegu úrræðum sem gripið hefur verið til og hvetur til varnalegri lausna. Rúna Malmquist, talsmaður foreldrafélagsins, vill sjá langtímalausnir og bendir á rætur manneklunnar sem þurfi að ráðast gegn. Hún benti á að það starfsfólk sem fyrir væri þyrfti að vinna mikla yfirvinnu og væri orðið þreytt og hætti oft störfum vegna álags.   Foreldar hafa aðra sýn á ástandið en borgaryfirvöld og benda á að manneklan bitni mjög á faglegu eins og fjarveru barnanna: starfi en grundvöllur þess er menntað starfsfólk. Borgarstjóri benti í haust á að það vantaði leiðbeinendur og því eru foreldrar ekki sammála. Rúna benti á að ekki vantaði leiðbeinendur, heldur leikskólakennara, ef starfið ætti að vera faglegt. Hún sagði að lausnin væri ekki að minnka biðlistina heldur að hafa fullmannaða leikskóla sem gætu sinnt því faglega starfi sem ætlast væri til af þeim. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×