Innlent

Jarðgöng til Bolungarvíkur

Ríkisstjórnin samþykkti í gær að ráðist verði þegar í stað í undirbúning jarðgangagerðar undir Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Síðastliðnar vikur hefur grjóthrun færst mikið í vöxt á Óshlíðarveginum, eina veginum til Bolungarvíkur, en mest er grjóthrunið á vorin og haustin. Samgöngumálaráðuneytið býst við að bygging ganganna hefjist næsta haust. Gert er ráð fyrir því að göngin verði um 1.220 metra löng og munu þau liggja milli Einbúa og Hrafnakletta. Áætlaður kostnaður er um 1.000 milljónir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×