Innlent

Nýr varafréttastjóri

Þórir Guðmundsson var í gær ráðinn varafréttastjóri Stöðvar 2. Hann mun stýra gæða- og þróunarstarfi á fréttastofunni auk þess að flytja erlendar fréttir. Undanfarin sex ár hefur Þórir starfað sem yfirmaður útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands. Hann mun gegna því starfi þar til í október en starfa á Stöð 2 samhliða því. Þórir mun starfa við hlið Þórs Jónssonar varafréttastjóra. Þórir var meðal fyrstu starfsmanna Stöðvar 2 þegar hún hóf starfsemi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×