Erlent

Damrey veldur meiri usla

Tólf lágu í valnum eftir að fellibylurinn Damrey fór yfir Víetnam í gær. Alls hafa 46 látist af völdum óveðursins í Suðaustur-Asíu. Til viðbótar við þá tólf sem létust slöðuðust aðrir tólf þegar Damrey gekk á land í Víetnam. Gífurleg úrkoma fylgdi storminum og kom víða til flóða í kjölfarið. Varnargarðar gáfu sig og hús fóru á bólakaf. Á meðal þeirra sem létust var tveggja ára gömul telpa. Damrey hefur undanfarna daga farið yfir Filippseyjar og suðurhluta Kína en í gær hélt hann til Laos. 46 manns týnt lífi í veðrinu og þúsundir eru heimilislausar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×