Erlent

Kona framdi sjálfsmorðsárás

Ung kona, dulbúin sem karlmaður, framdi sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Tal Afar í norðanverðu Írak í gær. Árásin var gerð fyrir utan ráðningarskrifstofu íraska hersins og biðu sex verðandi hermenn bana í sprengingunni. Svo virðist sem konan hafi íklæðst karlmannsfötum þegar hún nálgaðist skrifstofuna til að blandast betur inn í hópinn. Al-Kaída í Írak hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Þetta er í fyrsta sinn sem kona fremur sjálfsmorðsárás eftir að Írak féll í hendur hernámsliðsins. Vopna er síður leitað á konum en körlum og því eiga þær auðveldara með að komast fram hjá eftirlitsstöðvum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×