Innlent

Hótelherbergjum fjölgar um 38%

Hótelherbergjum í Reykjavík mun fjölga um rúmlega 800 á næstu fjórum árum, ef fram heldur sem horfir, eða um þrjátíu og átta prósent. Á næsta ári munu Miðbæjarhótel ehf. opna Hótel Arnarhvol, þriggja stjörnu hótel með 105 herbergjum, og Hótel Þingholt mun stækka um 33 herbergi og verða 54 herbergi. Jafnframt er gert ráð fyrir að 400 herbergja fimm stjörnu hótel opni árið 2009 í tengslum við nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×