Erlent

Næstæðsti maður al-Qaida drepinn

Bandarískar og íraskar öryggissveitir hafa ráðið annan valdamesta yfirmann innan hryðjuverkasamtakanna al-Qaida í Bagdad af dögum. Abdullah Abu Azzam er talinn hafa skipulagt fjölda sjálfsmorðsárása í borginni síðan í apríl sem orðið hafa hundruðum að bana en fimmtíu þúsund dollarar voru settir honum til höfuðs eða rúmlega þrjár milljónir króna. Bandríkjastjórn hefur sagt að enn sé óvíst hvaða áhrif dauði hans muni hafa á samtökin en höfuðpaurinn al-Zarqawi gengur enn laus. Bandaríkjastjórn segir þó aðeins tímaspursmál hvenær hann fari sömu leið og Azzam.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×