Innlent

Bærinn gæti komið til bjargar

Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, telur að til greina komi að Akureyrarbær komi að rekstri slippstöðvar á Akureyri ef eigendum Slippstöðvarinnar tekst ekki að bjarga félaginu frá gjaldþroti en greiðslustöðvun Slippstöðvarinnar rennur út 4. október. "Þetta er um 100 manna vinnustaður og því mikilvægt fyrir atvinnulífið í bænum að starfsemin leggist ekki af. Ef það verður til að tryggja rekstur slippstöðvar í bænum þá vil ég ekki útiloka að bærinn leggi fram hlutafé ef á því finnst einhver flötur," segir Jakob. Hafnarsamlag Norðurlands, sem að stærstum hluta er í eigu Akureyrarbæjar, á flotkvínna og dráttarbrautina á Akureyri en Slippstöðin hefur leigt þessi upptökumannvirki af Hafnarsamlaginu. Hörður Blöndal hafnarstjóri segir að fari Slippstöðin í gjaldþrot þá verði hafnarsamlagið fyrir fjárhagslegu tjóni þar sem Slippstöðin er í vanskilum með leigugreiðslur vegna upptökumannvirkjanna. Hann vill hins vegar ekki upplýsa um fjárhæðir í þeim efnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×