Íslenskur langferðabíll verður til 27. september 2005 00:01 Það má heita ævintýralegt að í húsnæði Vagna og þjónustu á Tunguhálsinum í Reykjavík vinni menn myrkranna á milli við að smíða bíl. Og það engan smábíl heldur rútu sem rúmar 21 farþega, ekil og leiðsögumann. Íslendingar hafa ekki verið í fararbroddi bílaframleiðenda í heiminum en reynsla okkar af breytingum jeppa og smíði yfirbygginga á vöruflutngabíla er talsverð. Í þann reynslubanka sækir Ari Arnórsson. "Við eigum mjög færa menn í því sem þarf til að búa til farartæki sem á ekki sinn líka annars staðar í heiminum," segir hann. Ari hefur lengi haft haft áhuga á bílum og ferðalögum og sameinar það tvennt í stóra draumnum sínum sem nú er að verða að veruleika. Og ástæða þess að hann réðist í verkið er tiltölulega einföld. "Ég hef lengi talað um þetta og safnað saman upplýsingum og fyrst enginn annar gerði þetta þá varð ég að gera það sjálfur." Áratugs undirbúningi lauk í maí þegar smíðin sjálf hófst. Unnið er með svokölluð samlokuefni en það er plastefni sem nýtt hefur verið til yfirbygginga vöruflutningabíla hérlendis í á þriðja áratug. En hver var kveikjan að hönnuninni? "Ég vil að ferðafólk geti farið um Ísland, hvernig sem vegirnir eru og notið þess. Ég hef liðið fyrir það í mínu starfi að farþegarnir hafa verið hálf kvaldir af að hristast og hendast til og frá í þeim bílum sem við höfum notað. Kveikjan var semsagt að finna eitthvað betra," segir Ari en hann hefur starfað sem öku- og leiðsögumaður og veit um hvað hann er að tala. Og honum er talsvert niðri fyrir þegar hann talar um málið. "Það er að mínu mati ólíðandi hvernig við förum með okkar verðmætu ferðamenn sem hafa borgað háar fjárhæðir fyrir að ferðast um landið. Ég samþykki ekki að vegirnir séu ónýtir og að það eigi að slétta og malbika alla íslenska vegi, ég tel að farartækin eigi að henta vegunum en ekki öfugt." Ísar R2-bíllinn er byggður ofan á undirvagn sem er af Ford E 450. Hann er hins vegar mikið breyttur og í raun vafamál hvort hann geti ennþá kallast Ford. "Það er allt gert af Íslendingum og þess vegna er þetta íslenskur bíll," segir Ari sem vonast til að ljúka smíðinni í október og geta frumsýnt hann og kynnt fyrir landsmönnum. Fréttir Innlent Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Það má heita ævintýralegt að í húsnæði Vagna og þjónustu á Tunguhálsinum í Reykjavík vinni menn myrkranna á milli við að smíða bíl. Og það engan smábíl heldur rútu sem rúmar 21 farþega, ekil og leiðsögumann. Íslendingar hafa ekki verið í fararbroddi bílaframleiðenda í heiminum en reynsla okkar af breytingum jeppa og smíði yfirbygginga á vöruflutngabíla er talsverð. Í þann reynslubanka sækir Ari Arnórsson. "Við eigum mjög færa menn í því sem þarf til að búa til farartæki sem á ekki sinn líka annars staðar í heiminum," segir hann. Ari hefur lengi haft haft áhuga á bílum og ferðalögum og sameinar það tvennt í stóra draumnum sínum sem nú er að verða að veruleika. Og ástæða þess að hann réðist í verkið er tiltölulega einföld. "Ég hef lengi talað um þetta og safnað saman upplýsingum og fyrst enginn annar gerði þetta þá varð ég að gera það sjálfur." Áratugs undirbúningi lauk í maí þegar smíðin sjálf hófst. Unnið er með svokölluð samlokuefni en það er plastefni sem nýtt hefur verið til yfirbygginga vöruflutningabíla hérlendis í á þriðja áratug. En hver var kveikjan að hönnuninni? "Ég vil að ferðafólk geti farið um Ísland, hvernig sem vegirnir eru og notið þess. Ég hef liðið fyrir það í mínu starfi að farþegarnir hafa verið hálf kvaldir af að hristast og hendast til og frá í þeim bílum sem við höfum notað. Kveikjan var semsagt að finna eitthvað betra," segir Ari en hann hefur starfað sem öku- og leiðsögumaður og veit um hvað hann er að tala. Og honum er talsvert niðri fyrir þegar hann talar um málið. "Það er að mínu mati ólíðandi hvernig við förum með okkar verðmætu ferðamenn sem hafa borgað háar fjárhæðir fyrir að ferðast um landið. Ég samþykki ekki að vegirnir séu ónýtir og að það eigi að slétta og malbika alla íslenska vegi, ég tel að farartækin eigi að henta vegunum en ekki öfugt." Ísar R2-bíllinn er byggður ofan á undirvagn sem er af Ford E 450. Hann er hins vegar mikið breyttur og í raun vafamál hvort hann geti ennþá kallast Ford. "Það er allt gert af Íslendingum og þess vegna er þetta íslenskur bíll," segir Ari sem vonast til að ljúka smíðinni í október og geta frumsýnt hann og kynnt fyrir landsmönnum.
Fréttir Innlent Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira