Innlent

Ný lögreglustöð í Mjóddinni

Ný lögreglustöð verður opnuð í Álfabakka í Mjóddinni á morgun. Um leið verður lögreglustöðinni í Völvufelli í efra Breiðholti lokað. Lögreglan í Reykjavík segist með þessu móti vera að færa sig nær íbúum Breiðholts með því að vera í aðal þjónustu- og verslunarkjarna hverfisins. Aðalvarðstjóri hefur verið skipaður til að veita stöðinni forstöðu og auglýst hefur verið eftir lögreglumönnum sem eingöngu munu vinna í Breiðholti. Auk þess verður hverfislögreglumaður áfram starfandi í hverfinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×