Erlent

Ný hryðjuverkalög í Ástralíu

Ríkisstjórn Ástralíu hefur komist að samkomulagi við ríkisstjóra í landinu um ný hryðjuverkalög til þess að auðvelda stjórnvöldum baráttuna gegn hryðjuverkum. Meðal þess sem kveðið er á um í lögunum er leyfi til handa öryggissveitum Ástralíu til þess að hafa grunaða hryðjuverkamenn í haldi í allt að þrjár vikur án þess að ákæra þá. Þá verður einnig leyfilegt að fylgjast vel með ferðum grunaðra hryðjuverkamanna í allt að ár. Ríkisstjórarnir setja þó þann fyrirvara að lögin verði endurskoðuð eftir fimm ár þar sem bent hefur verið á að gengið sé nokkuð á mannréttindi fólks. Ástralir hafa aukið viðbúnað sinn vegna hugsanlegra hryðjuverkaárása undanfarin ár, en landinu hefur verið hótað árásum vegna stuðnings ríkisstjórnarinnar við innrásina í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×