Innlent

Flugvöllurinn sé ekki varavöllur

Höfuðborgarsamtökin krefjast þess að borgarstjórn Reykjavíkur geri nauðsynlegar ráðstafanir til að Flugmálastjórn Íslands hætti nú þegar að skilgreina Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll. Fjórar orrustuflugvélar breska flughersins lentu á Reykjavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum og telja samtökin óviðunandi að atburður af þessu tagi, eða annar enn verri, geti dunið yfir borgarbúa hvenær sem er. Þess er krafist að borgarstjórn láti gera úttekt á öryggi borgarsamfélagsins vegna flugstarfsemi í Vatnsmýri og að starfsleyfi Reykjavíkurflugvallar verði fellt úr gildi. Þess í stað gefi borgarstjórn út skilyrt starfsleyfi fyrir rekstur innanlandsflugs til ársloka 2009.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×