Erlent

Tvær sprengjur á matsölustöðum

Tvær sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili á matsölustöðum Kentucky og McDonalds í borginni Karachi í Pakistan seint í gærkvöldi. Fyrri sprengjan sprakk á Kentucky og að minnsta kosti þrír veitingagesta slösuðust en enginn lífshættulega. Nokkrar skemmdir urðu hins vegar á staðnum sjálfum og þrír bílar skemmdust einnig í sprengingunni. Átta mínútum síðar varð sprenging fyrir utan McDonalds en þar slasaðist enginn, þó að mikil ringulreið hafi skapast. Ekki er vitað hver ber ábyrgð á árásunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×