Innlent

Ekki eins alvarlega slasaðir

Komið hefur í ljós að tveir af þeim þremur mönnum sem meiddust í tveimur vinnuslysum við Kárahnjúka í gær, eru ekki jafn alvarlega slasaðir og í upphafi var talið. Mennirnir sem um ræðir voru í fyrstu taldir hafa fótbrotnað en við skoðun á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hefur komið í ljós að þeir hafa ekki brotið nein bein, heldur aðeins marist illa. Talið er að þeir munu ná sér á 7-10 dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×