Innlent

Skyrmálið þingfest í Héraðsdómi

Mál mótmælendanna Örnu Aspar Magnúsardóttur og Ólafs Páls Sigurðssonar verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þar munu sakborningarnir taka afstöðu til þess hvort þau játa eða neita. Bæði Arna og Ólafur Páll eru ákærð fyrir húsbrot og eignaspjöll en fyrr í sumar slettu þau grænu skyri á þátttakendur á álráðstefnu á Hóteli Nordica. Ef þau játa, fer málið til refsiákvörðunar en ef þau neita fer það í munnlegan flutning. Með réttu hefði átt að vera löngu búið að þingfesta málið en sakborningarnir mættu ekki til réttarins þegar taka átti það fyrir í júlí og þurfti því að fresta þingfestingu þar til nú. Ef sakborningarnir mæta, verður málið þingfest klukkan þrjú fimmtán í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×