Erlent

Mannskætt tilræði á Indlandi

24 lögreglumenn og einn óbreyttur borgari létust þegar öflug jarðsprengja sprakk undir liðsflutningabíl lögreglu í miðhluta Indlands seint í gærkvöld. Talið er að skæruliðar maóista í landinu hafi komið sprengjunni fyrir á vegi og sprengt hana þegar bílnum var ekið hjá. Sprengingin var svo ölfug að bíllinn þeyttist 10 metra upp í loftið og tættist í sundur. Þúsundir hafa látið lífið í tilræðum maóista á Indlandi síðustu þrjá áratugi, en þeir segjast berjast fyrir réttindum bænda og landlausra verkamanna í sveitahéruðum landsins og vilja stuðla að framgangi kommúnisma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×