Erlent

Grunur um íkveikju í París

Lögreglu í París grunar að kveikt hafi verið í íbúðarhúsinu sem brann á föstudaginn í síðustu viku með þeim afleiðingum að 17 afrískir innflytendur fórust. Sérfræðingar útiloka að bensín hafi verið notað til þess að kveikja í en segja þá staðreynd að eldurinn breiddist mjög hratt út benda til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Hins vegar er talið að bruni í öðru húsi í París þremur dögum seinna, þar sem sjö innflytjendur létust, hafi orsakast af skammhlaupi í rafmagni. Yfirvöld í París hafa fyrirskipað rannsókn á aðbúnaði innflytjenda í París vegna brunanna, en talið er að margir dveljist í húsum sagðar eru brunagildrur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×