Erlent

Nektarsinnum fjölgar í Danmörku

Nektarsinnum í Danmörku fer nú ört fjölgandi, en á síðustu þremur árum hefur félögum í sambandi nektarsinna í Danmörku fjölgað um þriðjung. Í Álaborg einni hefur félögum fjölgað um 40 prósent á hálfu ári og eftir því sem segir á vef Politken má meðal annars rekja fjölgunina til þess að fólki hefur verið leyft að synda nakið í sundhöll borgarinnar á ákveðnum tímum. Formaður sambands danskra nektarsinna segist telja að fjölgunina megi rekja til þess að margir séu orðnir þreyttir á endalausum kröfum um stinna og stælta líkama og þeir kjósi fremur að kasta af sér klæðunum og vera þeir sjálfir. Ekki er gefið upp hversu margir eru í sambandinu en það stefnir að því að fjölga félögum um 2500 á næstu þremur árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×