Erlent

Sendi þingforseta samúðarskeyti

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hefur sent forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, John Dennis Hastert, samúðarorðsendingu vegna þeirra hörmunga sem orðið hafa af völdum fellibylsins Katrínar í suðurhluta Bandaríkjanna. Í orðsendingunni segir m.a. að íslenska þjóðin sé harmi slegin vegna þess fjölda sem látist hafi í þessum miklu náttúruhamförum og þeirrar eyðileggingar sem fellibylurinn hafi skilið eftir sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×