Erlent

Árangurinn óásættanlegur

"Við munum ráða fram úr þessum vanda," sagði Bush áður en hann lagði af stað í heimsóknina. "Og við ætlum að hjálpa þeim sem þurfa hjálp." Hann lýsti jafnframt óánægju sinni með hjálparstarfið til þessa og hve illa hafi gengið að koma matvælum og vatni til fórnarlamba á svæðinu. Hann gagnrýndi einnig að ekki hafi tekist að uppræta þjófnaði og glæpi í New Orleans. Hann sagðist vona að heimsókn hans myndi efla þrótt meðal björgunarmanna og þeirra sem enn eru fastir á svæðinu. Þá var vonast til þess að heimsókn hans myndi lægja óánægjuöldur og slá á vaxandi gagnrýni þess eðlis að hann hafi brugðist of seint og illa við. Bush hefur lofað rúmum tíu milljörðum Bandaríkjadala, um 650 milljarða íslenskra króna, til hjálparstarfsins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×