Innlent

IKEA innkallar fjöltengi

IKEA hefur innkallað svokölluð Rabalder-fjöltengi og biður þá viðskiptavini sem hafa keypt það að hætta strax að nota það og skila því til verslunarinnar, en varan var seld á tímabilinu apríl til ágúst á þessu ári. Í tilkynningu frá IKEA hér á landi segir að galli við samsetningu fjöltengjanna hafi komið í ljós, sem geti valdið því að vírar í því skemmast og skemmd á einangrun víranna geti valdið hættu á rafstuði frá fjöltenginu sjálfu eða hlutum sem tengdir eru við það. Samkvæmt IKEA hefur ekkert slys orðið vegna þessa. Þeir sem skila vörunni fá hana endurgreidda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×