Innlent

Níu slasast í bílslysi

MYND/KK
Níu manns slösuðust í umferðarslysi á Akureyri í gærkvöldi. Tveir bílar rákust saman á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu, en báðir bílarnir voru að aka á grænu ljósi. Beita þurfti klippum til að ná þremur farþeganna úr öðrum bílnum og var allt fólkið flutt á sjúkrahús til skoðunar. Sex manns fóru heim að lokinni skoðun. Þrír voru lagðir inn á sjúkrahús og að sögn aðstoðarlækis á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er enginn þeirra í lífshættu og líðan þeirra stöðug



Fleiri fréttir

Sjá meira


×