Sjúkraliðalaust á sumum vöktum 25. ágúst 2005 00:01 Svo mikill skortur er á fólki í umönnunarstörf að dæmi eru um að stofnanir sem sinna hjúkrun aldraðra geti ekki mannað allar vaktir sínar með sjúkraliðum, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. "Ástandið á sumum stofnunum er hræðilegt og mikið álag á starfsfólk," segir Kristín. "Það er alvarlegt ef hjúkrunarstofnanir ná ekki einu sinni að manna allar vaktir með sjúkraliðum og eingöngu er ófaglært starfsfólk í umönnun. Gæði hjúkrunar minnka að sama skapi og farið verður að loka á innlagnir," segir hún. "Það kemur niður á öllu þjóðfélaginu því á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða er nær eingöngu fólk sem ekki hefur heilsu til að hugsa um sig sjálft," segir Kristín. "Yfirvöld tala um að fjölga þurfi úrræðum fyrir aldraða. Ég spyr hins vegar: Hver á að manna þau störf sem við það skapast þegar ekki er nóg af fólki til að vinna þau störf sem fyrir eru? Það er eins og yfirvöld stingi höfðinu í sandinn yfir þessu vandamáli," segir hún. Áslaug Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi, segir að enn vanti fólk í nokkrar stöður hjá Sunnuhlíð. "Það er ívið meiri skortur á starfsfólki nú en venjulega," segir Áslaug. "Það er augljós tregða við að sækja um, sérstaklega í stöður ófaglærðra, það er að segja störf við aðhlynningu," segir hún. Áslaug segir skýringuna einna helst þá að vegna þenslu í þjóðfélaginu séu þessi störf ekki lengur samkeppnisfær hvað varðar laun. "Við greiðum ófaglærðu starfsfólki eftir taxta Eflingar, og eru grunnlaun um 100 þúsund krónur á mánuði, en svo bætist ofan á það vaktaálag og annað," segir Áslaug. Hún segir að besta leiðin til þess að leysa vandann sé að bæta launakjör. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að vinnuaflsskortur sem hefur verið bundinn við byggingariðnaðinn og stórframkvæmdir komi nú fram víðar. "Þá eru þau störf sem eru kannski ver launuð og þykja erfið þau sem eftir sitja," segir hann. Hann segir það þó jákvætt að fyrirtæki séu farin að leita að reynslumiklu starfsfólki eða eldra fólki í ýmis störf. Aðspurður segir hann talsvert um innflutning á útlendingum til að vinna við þrif og þjónustu í kring um umönnunarstörf en ekki beint í umönnun vegna þess hve mikilvægt tæki tungumálið sé í þeim störfum. Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Svo mikill skortur er á fólki í umönnunarstörf að dæmi eru um að stofnanir sem sinna hjúkrun aldraðra geti ekki mannað allar vaktir sínar með sjúkraliðum, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. "Ástandið á sumum stofnunum er hræðilegt og mikið álag á starfsfólk," segir Kristín. "Það er alvarlegt ef hjúkrunarstofnanir ná ekki einu sinni að manna allar vaktir með sjúkraliðum og eingöngu er ófaglært starfsfólk í umönnun. Gæði hjúkrunar minnka að sama skapi og farið verður að loka á innlagnir," segir hún. "Það kemur niður á öllu þjóðfélaginu því á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða er nær eingöngu fólk sem ekki hefur heilsu til að hugsa um sig sjálft," segir Kristín. "Yfirvöld tala um að fjölga þurfi úrræðum fyrir aldraða. Ég spyr hins vegar: Hver á að manna þau störf sem við það skapast þegar ekki er nóg af fólki til að vinna þau störf sem fyrir eru? Það er eins og yfirvöld stingi höfðinu í sandinn yfir þessu vandamáli," segir hún. Áslaug Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi, segir að enn vanti fólk í nokkrar stöður hjá Sunnuhlíð. "Það er ívið meiri skortur á starfsfólki nú en venjulega," segir Áslaug. "Það er augljós tregða við að sækja um, sérstaklega í stöður ófaglærðra, það er að segja störf við aðhlynningu," segir hún. Áslaug segir skýringuna einna helst þá að vegna þenslu í þjóðfélaginu séu þessi störf ekki lengur samkeppnisfær hvað varðar laun. "Við greiðum ófaglærðu starfsfólki eftir taxta Eflingar, og eru grunnlaun um 100 þúsund krónur á mánuði, en svo bætist ofan á það vaktaálag og annað," segir Áslaug. Hún segir að besta leiðin til þess að leysa vandann sé að bæta launakjör. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að vinnuaflsskortur sem hefur verið bundinn við byggingariðnaðinn og stórframkvæmdir komi nú fram víðar. "Þá eru þau störf sem eru kannski ver launuð og þykja erfið þau sem eftir sitja," segir hann. Hann segir það þó jákvætt að fyrirtæki séu farin að leita að reynslumiklu starfsfólki eða eldra fólki í ýmis störf. Aðspurður segir hann talsvert um innflutning á útlendingum til að vinna við þrif og þjónustu í kring um umönnunarstörf en ekki beint í umönnun vegna þess hve mikilvægt tæki tungumálið sé í þeim störfum.
Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira