Sjúkraliðalaust á sumum vöktum 25. ágúst 2005 00:01 Svo mikill skortur er á fólki í umönnunarstörf að dæmi eru um að stofnanir sem sinna hjúkrun aldraðra geti ekki mannað allar vaktir sínar með sjúkraliðum, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. "Ástandið á sumum stofnunum er hræðilegt og mikið álag á starfsfólk," segir Kristín. "Það er alvarlegt ef hjúkrunarstofnanir ná ekki einu sinni að manna allar vaktir með sjúkraliðum og eingöngu er ófaglært starfsfólk í umönnun. Gæði hjúkrunar minnka að sama skapi og farið verður að loka á innlagnir," segir hún. "Það kemur niður á öllu þjóðfélaginu því á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða er nær eingöngu fólk sem ekki hefur heilsu til að hugsa um sig sjálft," segir Kristín. "Yfirvöld tala um að fjölga þurfi úrræðum fyrir aldraða. Ég spyr hins vegar: Hver á að manna þau störf sem við það skapast þegar ekki er nóg af fólki til að vinna þau störf sem fyrir eru? Það er eins og yfirvöld stingi höfðinu í sandinn yfir þessu vandamáli," segir hún. Áslaug Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi, segir að enn vanti fólk í nokkrar stöður hjá Sunnuhlíð. "Það er ívið meiri skortur á starfsfólki nú en venjulega," segir Áslaug. "Það er augljós tregða við að sækja um, sérstaklega í stöður ófaglærðra, það er að segja störf við aðhlynningu," segir hún. Áslaug segir skýringuna einna helst þá að vegna þenslu í þjóðfélaginu séu þessi störf ekki lengur samkeppnisfær hvað varðar laun. "Við greiðum ófaglærðu starfsfólki eftir taxta Eflingar, og eru grunnlaun um 100 þúsund krónur á mánuði, en svo bætist ofan á það vaktaálag og annað," segir Áslaug. Hún segir að besta leiðin til þess að leysa vandann sé að bæta launakjör. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að vinnuaflsskortur sem hefur verið bundinn við byggingariðnaðinn og stórframkvæmdir komi nú fram víðar. "Þá eru þau störf sem eru kannski ver launuð og þykja erfið þau sem eftir sitja," segir hann. Hann segir það þó jákvætt að fyrirtæki séu farin að leita að reynslumiklu starfsfólki eða eldra fólki í ýmis störf. Aðspurður segir hann talsvert um innflutning á útlendingum til að vinna við þrif og þjónustu í kring um umönnunarstörf en ekki beint í umönnun vegna þess hve mikilvægt tæki tungumálið sé í þeim störfum. Fréttir Innlent Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Svo mikill skortur er á fólki í umönnunarstörf að dæmi eru um að stofnanir sem sinna hjúkrun aldraðra geti ekki mannað allar vaktir sínar með sjúkraliðum, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. "Ástandið á sumum stofnunum er hræðilegt og mikið álag á starfsfólk," segir Kristín. "Það er alvarlegt ef hjúkrunarstofnanir ná ekki einu sinni að manna allar vaktir með sjúkraliðum og eingöngu er ófaglært starfsfólk í umönnun. Gæði hjúkrunar minnka að sama skapi og farið verður að loka á innlagnir," segir hún. "Það kemur niður á öllu þjóðfélaginu því á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða er nær eingöngu fólk sem ekki hefur heilsu til að hugsa um sig sjálft," segir Kristín. "Yfirvöld tala um að fjölga þurfi úrræðum fyrir aldraða. Ég spyr hins vegar: Hver á að manna þau störf sem við það skapast þegar ekki er nóg af fólki til að vinna þau störf sem fyrir eru? Það er eins og yfirvöld stingi höfðinu í sandinn yfir þessu vandamáli," segir hún. Áslaug Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi, segir að enn vanti fólk í nokkrar stöður hjá Sunnuhlíð. "Það er ívið meiri skortur á starfsfólki nú en venjulega," segir Áslaug. "Það er augljós tregða við að sækja um, sérstaklega í stöður ófaglærðra, það er að segja störf við aðhlynningu," segir hún. Áslaug segir skýringuna einna helst þá að vegna þenslu í þjóðfélaginu séu þessi störf ekki lengur samkeppnisfær hvað varðar laun. "Við greiðum ófaglærðu starfsfólki eftir taxta Eflingar, og eru grunnlaun um 100 þúsund krónur á mánuði, en svo bætist ofan á það vaktaálag og annað," segir Áslaug. Hún segir að besta leiðin til þess að leysa vandann sé að bæta launakjör. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að vinnuaflsskortur sem hefur verið bundinn við byggingariðnaðinn og stórframkvæmdir komi nú fram víðar. "Þá eru þau störf sem eru kannski ver launuð og þykja erfið þau sem eftir sitja," segir hann. Hann segir það þó jákvætt að fyrirtæki séu farin að leita að reynslumiklu starfsfólki eða eldra fólki í ýmis störf. Aðspurður segir hann talsvert um innflutning á útlendingum til að vinna við þrif og þjónustu í kring um umönnunarstörf en ekki beint í umönnun vegna þess hve mikilvægt tæki tungumálið sé í þeim störfum.
Fréttir Innlent Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira