Sjúkraliðalaust á sumum vöktum 25. ágúst 2005 00:01 Svo mikill skortur er á fólki í umönnunarstörf að dæmi eru um að stofnanir sem sinna hjúkrun aldraðra geti ekki mannað allar vaktir sínar með sjúkraliðum, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. "Ástandið á sumum stofnunum er hræðilegt og mikið álag á starfsfólk," segir Kristín. "Það er alvarlegt ef hjúkrunarstofnanir ná ekki einu sinni að manna allar vaktir með sjúkraliðum og eingöngu er ófaglært starfsfólk í umönnun. Gæði hjúkrunar minnka að sama skapi og farið verður að loka á innlagnir," segir hún. "Það kemur niður á öllu þjóðfélaginu því á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða er nær eingöngu fólk sem ekki hefur heilsu til að hugsa um sig sjálft," segir Kristín. "Yfirvöld tala um að fjölga þurfi úrræðum fyrir aldraða. Ég spyr hins vegar: Hver á að manna þau störf sem við það skapast þegar ekki er nóg af fólki til að vinna þau störf sem fyrir eru? Það er eins og yfirvöld stingi höfðinu í sandinn yfir þessu vandamáli," segir hún. Áslaug Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi, segir að enn vanti fólk í nokkrar stöður hjá Sunnuhlíð. "Það er ívið meiri skortur á starfsfólki nú en venjulega," segir Áslaug. "Það er augljós tregða við að sækja um, sérstaklega í stöður ófaglærðra, það er að segja störf við aðhlynningu," segir hún. Áslaug segir skýringuna einna helst þá að vegna þenslu í þjóðfélaginu séu þessi störf ekki lengur samkeppnisfær hvað varðar laun. "Við greiðum ófaglærðu starfsfólki eftir taxta Eflingar, og eru grunnlaun um 100 þúsund krónur á mánuði, en svo bætist ofan á það vaktaálag og annað," segir Áslaug. Hún segir að besta leiðin til þess að leysa vandann sé að bæta launakjör. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að vinnuaflsskortur sem hefur verið bundinn við byggingariðnaðinn og stórframkvæmdir komi nú fram víðar. "Þá eru þau störf sem eru kannski ver launuð og þykja erfið þau sem eftir sitja," segir hann. Hann segir það þó jákvætt að fyrirtæki séu farin að leita að reynslumiklu starfsfólki eða eldra fólki í ýmis störf. Aðspurður segir hann talsvert um innflutning á útlendingum til að vinna við þrif og þjónustu í kring um umönnunarstörf en ekki beint í umönnun vegna þess hve mikilvægt tæki tungumálið sé í þeim störfum. Fréttir Innlent Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Svo mikill skortur er á fólki í umönnunarstörf að dæmi eru um að stofnanir sem sinna hjúkrun aldraðra geti ekki mannað allar vaktir sínar með sjúkraliðum, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. "Ástandið á sumum stofnunum er hræðilegt og mikið álag á starfsfólk," segir Kristín. "Það er alvarlegt ef hjúkrunarstofnanir ná ekki einu sinni að manna allar vaktir með sjúkraliðum og eingöngu er ófaglært starfsfólk í umönnun. Gæði hjúkrunar minnka að sama skapi og farið verður að loka á innlagnir," segir hún. "Það kemur niður á öllu þjóðfélaginu því á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða er nær eingöngu fólk sem ekki hefur heilsu til að hugsa um sig sjálft," segir Kristín. "Yfirvöld tala um að fjölga þurfi úrræðum fyrir aldraða. Ég spyr hins vegar: Hver á að manna þau störf sem við það skapast þegar ekki er nóg af fólki til að vinna þau störf sem fyrir eru? Það er eins og yfirvöld stingi höfðinu í sandinn yfir þessu vandamáli," segir hún. Áslaug Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi, segir að enn vanti fólk í nokkrar stöður hjá Sunnuhlíð. "Það er ívið meiri skortur á starfsfólki nú en venjulega," segir Áslaug. "Það er augljós tregða við að sækja um, sérstaklega í stöður ófaglærðra, það er að segja störf við aðhlynningu," segir hún. Áslaug segir skýringuna einna helst þá að vegna þenslu í þjóðfélaginu séu þessi störf ekki lengur samkeppnisfær hvað varðar laun. "Við greiðum ófaglærðu starfsfólki eftir taxta Eflingar, og eru grunnlaun um 100 þúsund krónur á mánuði, en svo bætist ofan á það vaktaálag og annað," segir Áslaug. Hún segir að besta leiðin til þess að leysa vandann sé að bæta launakjör. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að vinnuaflsskortur sem hefur verið bundinn við byggingariðnaðinn og stórframkvæmdir komi nú fram víðar. "Þá eru þau störf sem eru kannski ver launuð og þykja erfið þau sem eftir sitja," segir hann. Hann segir það þó jákvætt að fyrirtæki séu farin að leita að reynslumiklu starfsfólki eða eldra fólki í ýmis störf. Aðspurður segir hann talsvert um innflutning á útlendingum til að vinna við þrif og þjónustu í kring um umönnunarstörf en ekki beint í umönnun vegna þess hve mikilvægt tæki tungumálið sé í þeim störfum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira