Innlent

Reksturinn nálægt jafnvægi

79 milljóna króna halli var á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss fyrstu sex mánuði ársins. Uppsafnaður rekstrarhalli fyrri ára gerir greiðslustöðu Landspítalans erfiða, að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri spítalans. Fyrsta hálfsársuppgjör Landspítalans var birt í gær. Skammtímaskuldir Landspítala - háskólasjúkrahúss nema 1.993 milljónum króna og viðskiptaskuldir 1.421 milljón. Gjöld mánuðina janúar til júní voru 79 milljónir króna umfram tekjur, 14.367 milljónir á móti 14.288 milljónum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×