Erlent

Erlendir eftirlitsmenn í Noregi

Norðmenn hafa boðið eftirlitsmönnum frá ýmsum ríkjum þar sem lýðræði hefur staðið völtum fótum til að fylgjast með framkvæmd norsku þingkosninganna. Um er að ræða samvinnuverkefni Utanríkismálastofnunar Noregs NUPI og Den Norske Helsingforskomite og hefur 26 eftirlitsmönnum frá fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna í Mið-Asíu, Kákasus og Moldóvu verið boðið til landsins. "Vestrænir eftirlitsmenn hafa fylgst með kosningum í þessum löndum um árabil. Nú viljum við sjá hvort norskar kosningar standast kröfur Öryggissamvinnustofnunar Evrópu - ÖSE," segir Berit Lindeman, ráðgjafi hjá Den Norske Helsingforskomite.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×