Ekki treyst til að skrifa fréttir 25. ágúst 2005 00:01 Yfirmenn frétta á Ríkisútvarpinu treysta ekki lengur forstöðumanni svæðisútvarpsins á Suðurlandi til að skrifa fréttir eftir að hann úthúðaði forsvarsmönnum Baugs og bankastjórum KB banka á bloggsíðu sinni. Lögfræðingur Ríkisútvarpsins er að fara yfir málið. Sigmundur Sigurgeirsson, sem hefur starfað við svæðisútvarpið, um nokkurt skeið heldur úti bloggsíðu. Þann 13. ágúst skrifaði Sigmundur pistil þar sem Baugsfjölskyldunni og bankastjórum KB Banka voru ekki vandaðar kveðjurnar. „Það ætti að vera hverjum manni auðséð að þetta Bónus pakk, Jóhannes og hans börn, eru ekkert annað en hyski,“ sagði Sigmundur í pistlinum og hélt svo áfram..... „Hyski af ódýrustu sort, svo tengt sé við fyrirtækið þeirra. Ekki skal ég stíga fæti mínum inn fyrir dyr þeirrar búðar aftur eftir að hafa lesið ákærur Ríkislögreglustjóra gegn þessu skítapakki.............. Þetta lið sem hefur nóg fé á milli handanna og tímir svo ekki að greiða rétt gjöld fyrir jeppana sína. Skítapakk og allt þetta andskotans bankastjórahyski í KB banka sem hefur verið að standa við bakið á þessu á allt skömm. Mér er skapi næst að fara til Ingimundar hér út í banka og færa viðskiptin í einhvera minna skítuga stofnun.“ Seinni partinn í dag var pistill Sigmundar horfinn af heimasíðunni og í staðinn hafði Sigmundur skrifað nýjan pistil eftir samtal við blaðamann DV. Þar viðurkenndi Sigmundur að það væri kannski athugunarleysi hjá sér að halda dagbók á vefnum og auk þess hefði hann verið harðorður í garð fólks sem hann ekki þekkti. Sigmundur sagðist ekki vanur að vera orðljótur og óskaði jafnan engum ills. Sagðist hann biðja viðkomandi forláts og á meðan hann hugsaði málið yrði pistillinn ekki lengur á vefnum. Í tilkynningu frá Boga Ágústssyni, forstöðumanns fréttasviðs, sem hann sendi frá sér síðdegis segir hann að það sé mat sitt og Óðins Jónssonar, fréttastjóra Útvarps, að með skrifum sínum hafi Sigmundur sýnt slíkt dómgreindarleysi að þeir treystu honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpinu. Það er ekki í höndum þeirra Boga og Óðins að segja Sigmundi upp. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að lögfræðingur Ríkisútvarpsins væri að fara yfir málið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það. Ekki náðist í Sigmund sjálfan í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fréttir Innlent Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Yfirmenn frétta á Ríkisútvarpinu treysta ekki lengur forstöðumanni svæðisútvarpsins á Suðurlandi til að skrifa fréttir eftir að hann úthúðaði forsvarsmönnum Baugs og bankastjórum KB banka á bloggsíðu sinni. Lögfræðingur Ríkisútvarpsins er að fara yfir málið. Sigmundur Sigurgeirsson, sem hefur starfað við svæðisútvarpið, um nokkurt skeið heldur úti bloggsíðu. Þann 13. ágúst skrifaði Sigmundur pistil þar sem Baugsfjölskyldunni og bankastjórum KB Banka voru ekki vandaðar kveðjurnar. „Það ætti að vera hverjum manni auðséð að þetta Bónus pakk, Jóhannes og hans börn, eru ekkert annað en hyski,“ sagði Sigmundur í pistlinum og hélt svo áfram..... „Hyski af ódýrustu sort, svo tengt sé við fyrirtækið þeirra. Ekki skal ég stíga fæti mínum inn fyrir dyr þeirrar búðar aftur eftir að hafa lesið ákærur Ríkislögreglustjóra gegn þessu skítapakki.............. Þetta lið sem hefur nóg fé á milli handanna og tímir svo ekki að greiða rétt gjöld fyrir jeppana sína. Skítapakk og allt þetta andskotans bankastjórahyski í KB banka sem hefur verið að standa við bakið á þessu á allt skömm. Mér er skapi næst að fara til Ingimundar hér út í banka og færa viðskiptin í einhvera minna skítuga stofnun.“ Seinni partinn í dag var pistill Sigmundar horfinn af heimasíðunni og í staðinn hafði Sigmundur skrifað nýjan pistil eftir samtal við blaðamann DV. Þar viðurkenndi Sigmundur að það væri kannski athugunarleysi hjá sér að halda dagbók á vefnum og auk þess hefði hann verið harðorður í garð fólks sem hann ekki þekkti. Sigmundur sagðist ekki vanur að vera orðljótur og óskaði jafnan engum ills. Sagðist hann biðja viðkomandi forláts og á meðan hann hugsaði málið yrði pistillinn ekki lengur á vefnum. Í tilkynningu frá Boga Ágústssyni, forstöðumanns fréttasviðs, sem hann sendi frá sér síðdegis segir hann að það sé mat sitt og Óðins Jónssonar, fréttastjóra Útvarps, að með skrifum sínum hafi Sigmundur sýnt slíkt dómgreindarleysi að þeir treystu honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpinu. Það er ekki í höndum þeirra Boga og Óðins að segja Sigmundi upp. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að lögfræðingur Ríkisútvarpsins væri að fara yfir málið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það. Ekki náðist í Sigmund sjálfan í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Fréttir Innlent Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira