Ekki treyst til að skrifa fréttir 25. ágúst 2005 00:01 Yfirmenn frétta á Ríkisútvarpinu treysta ekki lengur forstöðumanni svæðisútvarpsins á Suðurlandi til að skrifa fréttir eftir að hann úthúðaði forsvarsmönnum Baugs og bankastjórum KB banka á bloggsíðu sinni. Lögfræðingur Ríkisútvarpsins er að fara yfir málið. Sigmundur Sigurgeirsson, sem hefur starfað við svæðisútvarpið, um nokkurt skeið heldur úti bloggsíðu. Þann 13. ágúst skrifaði Sigmundur pistil þar sem Baugsfjölskyldunni og bankastjórum KB Banka voru ekki vandaðar kveðjurnar. „Það ætti að vera hverjum manni auðséð að þetta Bónus pakk, Jóhannes og hans börn, eru ekkert annað en hyski,“ sagði Sigmundur í pistlinum og hélt svo áfram..... „Hyski af ódýrustu sort, svo tengt sé við fyrirtækið þeirra. Ekki skal ég stíga fæti mínum inn fyrir dyr þeirrar búðar aftur eftir að hafa lesið ákærur Ríkislögreglustjóra gegn þessu skítapakki.............. Þetta lið sem hefur nóg fé á milli handanna og tímir svo ekki að greiða rétt gjöld fyrir jeppana sína. Skítapakk og allt þetta andskotans bankastjórahyski í KB banka sem hefur verið að standa við bakið á þessu á allt skömm. Mér er skapi næst að fara til Ingimundar hér út í banka og færa viðskiptin í einhvera minna skítuga stofnun.“ Seinni partinn í dag var pistill Sigmundar horfinn af heimasíðunni og í staðinn hafði Sigmundur skrifað nýjan pistil eftir samtal við blaðamann DV. Þar viðurkenndi Sigmundur að það væri kannski athugunarleysi hjá sér að halda dagbók á vefnum og auk þess hefði hann verið harðorður í garð fólks sem hann ekki þekkti. Sigmundur sagðist ekki vanur að vera orðljótur og óskaði jafnan engum ills. Sagðist hann biðja viðkomandi forláts og á meðan hann hugsaði málið yrði pistillinn ekki lengur á vefnum. Í tilkynningu frá Boga Ágústssyni, forstöðumanns fréttasviðs, sem hann sendi frá sér síðdegis segir hann að það sé mat sitt og Óðins Jónssonar, fréttastjóra Útvarps, að með skrifum sínum hafi Sigmundur sýnt slíkt dómgreindarleysi að þeir treystu honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpinu. Það er ekki í höndum þeirra Boga og Óðins að segja Sigmundi upp. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að lögfræðingur Ríkisútvarpsins væri að fara yfir málið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það. Ekki náðist í Sigmund sjálfan í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fréttir Innlent Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Yfirmenn frétta á Ríkisútvarpinu treysta ekki lengur forstöðumanni svæðisútvarpsins á Suðurlandi til að skrifa fréttir eftir að hann úthúðaði forsvarsmönnum Baugs og bankastjórum KB banka á bloggsíðu sinni. Lögfræðingur Ríkisútvarpsins er að fara yfir málið. Sigmundur Sigurgeirsson, sem hefur starfað við svæðisútvarpið, um nokkurt skeið heldur úti bloggsíðu. Þann 13. ágúst skrifaði Sigmundur pistil þar sem Baugsfjölskyldunni og bankastjórum KB Banka voru ekki vandaðar kveðjurnar. „Það ætti að vera hverjum manni auðséð að þetta Bónus pakk, Jóhannes og hans börn, eru ekkert annað en hyski,“ sagði Sigmundur í pistlinum og hélt svo áfram..... „Hyski af ódýrustu sort, svo tengt sé við fyrirtækið þeirra. Ekki skal ég stíga fæti mínum inn fyrir dyr þeirrar búðar aftur eftir að hafa lesið ákærur Ríkislögreglustjóra gegn þessu skítapakki.............. Þetta lið sem hefur nóg fé á milli handanna og tímir svo ekki að greiða rétt gjöld fyrir jeppana sína. Skítapakk og allt þetta andskotans bankastjórahyski í KB banka sem hefur verið að standa við bakið á þessu á allt skömm. Mér er skapi næst að fara til Ingimundar hér út í banka og færa viðskiptin í einhvera minna skítuga stofnun.“ Seinni partinn í dag var pistill Sigmundar horfinn af heimasíðunni og í staðinn hafði Sigmundur skrifað nýjan pistil eftir samtal við blaðamann DV. Þar viðurkenndi Sigmundur að það væri kannski athugunarleysi hjá sér að halda dagbók á vefnum og auk þess hefði hann verið harðorður í garð fólks sem hann ekki þekkti. Sigmundur sagðist ekki vanur að vera orðljótur og óskaði jafnan engum ills. Sagðist hann biðja viðkomandi forláts og á meðan hann hugsaði málið yrði pistillinn ekki lengur á vefnum. Í tilkynningu frá Boga Ágústssyni, forstöðumanns fréttasviðs, sem hann sendi frá sér síðdegis segir hann að það sé mat sitt og Óðins Jónssonar, fréttastjóra Útvarps, að með skrifum sínum hafi Sigmundur sýnt slíkt dómgreindarleysi að þeir treystu honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpinu. Það er ekki í höndum þeirra Boga og Óðins að segja Sigmundi upp. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að lögfræðingur Ríkisútvarpsins væri að fara yfir málið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það. Ekki náðist í Sigmund sjálfan í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Fréttir Innlent Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent