Innlent

Varað við gylliboðum í Karíbahaf

Talsmaður neytenda varar Íslendinga við gylliboðum um ferðavinninga til Karíbahafsins sem birtast neytendum á Netinu og berast símleiðis. Norrænir neytendaumboðsmenn hafa sent bandaríska viðskiptaeftirlitinu sameiginlegt bréf vegna tíu fyrirtækja þar í landi sem náð hafa sambandi við neytendur á Norðurlöndum. Í fyrstu er látið líta út fyrir að fólk hafi unnið ferðavinning en síðar kemur í ljós að aðeins er um einhvers konar afslátt að ræða og er ferðin vestur um haf ekki innifalin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×