Erlent

Svíakóngur í árekstri

Karl Gústaf Svíakonunungur lenti í árekstri á silfurlitaðri BMW-bifreið sinni í gær. Hann ók aftan á bláan Volvo utan við hamborgarastaðinn Max í miðborg Norrköping skömmu fyrir hádegið. Kóngurinn sat sjálfur undir stýri en slapp ómeiddur úr árekstrinum. Bíll hans skemmdist hins vegar nokkuð. Konungurinn var á leið frá Solliden til Stokkhólms þar sem hann afhenti Vatnsverðlaun Stokkhólmsborgar í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×