Erlent

Olíufatið yfir 67 dali í gær

MYND/Reuters
Olíuverð heldur áfram að hækka. Í gær fór heimsmarkaðsverðið yfir 67 dollara á fatið og hefur ekki verið hærra í mörg ár. Ástæða hækkunarinnar í gær er einkum ótti við hvirfilbyl nærri olíuverksmiðjum í Mexíkó. Þá hafa verkföll olíustarfsmanna í Ekvador og aðgerðir uppreisnarmanna í Írak einnig sitt að segja. Sérfræðingar búast ekki við að verðið haldi áfram að hækka næstu vikurnar enda sé framleiðsla á olíu næg til að anna eftirspurn þessa dagana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×