Forvarnargildi norrænna andfugla 23. ágúst 2005 00:01 Fuglaflensa er skæðasta flensa sem sögur fara af. Meira en helmingur þeirra sem hafa smitast af henni lifði veikindin ekki af. Vísindamenn segja hugsanlegt að endur á norðurslóðum geti verið eins konar forvörn. Skæðustu farsóttir sögunnar eru svipaðar fuglaflensunni af því leyti að um er að ræða sýkla sem breytast og smitast frá dýrum í fólk. Fuglaflensa er hins vegar ólík þeim flensum og farsóttum sem þekkst hafa hingað til. Engin inflúensa í sögunni hefur jafn hátt dánarhlutfall. Af þeim hundrað og tólf sem vitað er að hafa smitast af banvæna stofninum hefur minna en helmingur lifað af. Undir venjulegum kringumstæðum getur inflúensuvírus fjölgað sér í hálsi og lungum. H5N1 stofn fuglaflensunnar er hins vegar mun skæðari. Próteinið sem setur af stað fjölgun getur einnig orðið virkt í lifrinni, görnum og heila. Flensan er því ekki öndunarfærasýking heldur getur lagst á allan líkaman. Til viðbótar þessu kemur að frumuboðar frá ónæmiskerfinu eru margfalt fleiri þegar fuglaflensa leggst á menn en þegar venjuleg flensa er á ferð. Að jafnaði ráðast þessir frumuboðar á bakteríur en í miklu magni geta þeir haft lífshættuleg áhrif á vefa líkamans. Enn sem komið er hefur stofninn hins vegar ekki stökkbreyst og borist í mannfólk nema í undantekningartilfellum, en sérfræðingar segja það aðeins tímaspursmál. Smitleiðirnar eru margar, m.a. á milli fugla með driti og lofti, en búnaður sem notaður er svo sem búr og farartæki geta einnig verið útötuð í smituðu driti og skór bera sýkt drit á milli staða. Enn sem komið er hafa engar rannsóknir bent til þess að flensan smitist með mat en það er hins vegar fræðilega mögulegt að hún sé í kjöti og eggjum. Unnið er að frekari rannsóknum og að þróun bóluefnis. Sænskir og hollenskir sérfræðingar kynntu í dag niðurstöður sínar á andfuglum í Norður-Evrópu, sem þeir segja megin smitbera inflúensu af A-gerð, eins og fuglaflensu. Þeir fundu náskylda stofna í andfuglunum og telja að með því að fylgjast með öndunum megi rekja smitleiðir og undirbúa bóluefni sem nota mætti þegar faraldur breiðist út. Erlent Fréttir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Fuglaflensa er skæðasta flensa sem sögur fara af. Meira en helmingur þeirra sem hafa smitast af henni lifði veikindin ekki af. Vísindamenn segja hugsanlegt að endur á norðurslóðum geti verið eins konar forvörn. Skæðustu farsóttir sögunnar eru svipaðar fuglaflensunni af því leyti að um er að ræða sýkla sem breytast og smitast frá dýrum í fólk. Fuglaflensa er hins vegar ólík þeim flensum og farsóttum sem þekkst hafa hingað til. Engin inflúensa í sögunni hefur jafn hátt dánarhlutfall. Af þeim hundrað og tólf sem vitað er að hafa smitast af banvæna stofninum hefur minna en helmingur lifað af. Undir venjulegum kringumstæðum getur inflúensuvírus fjölgað sér í hálsi og lungum. H5N1 stofn fuglaflensunnar er hins vegar mun skæðari. Próteinið sem setur af stað fjölgun getur einnig orðið virkt í lifrinni, görnum og heila. Flensan er því ekki öndunarfærasýking heldur getur lagst á allan líkaman. Til viðbótar þessu kemur að frumuboðar frá ónæmiskerfinu eru margfalt fleiri þegar fuglaflensa leggst á menn en þegar venjuleg flensa er á ferð. Að jafnaði ráðast þessir frumuboðar á bakteríur en í miklu magni geta þeir haft lífshættuleg áhrif á vefa líkamans. Enn sem komið er hefur stofninn hins vegar ekki stökkbreyst og borist í mannfólk nema í undantekningartilfellum, en sérfræðingar segja það aðeins tímaspursmál. Smitleiðirnar eru margar, m.a. á milli fugla með driti og lofti, en búnaður sem notaður er svo sem búr og farartæki geta einnig verið útötuð í smituðu driti og skór bera sýkt drit á milli staða. Enn sem komið er hafa engar rannsóknir bent til þess að flensan smitist með mat en það er hins vegar fræðilega mögulegt að hún sé í kjöti og eggjum. Unnið er að frekari rannsóknum og að þróun bóluefnis. Sænskir og hollenskir sérfræðingar kynntu í dag niðurstöður sínar á andfuglum í Norður-Evrópu, sem þeir segja megin smitbera inflúensu af A-gerð, eins og fuglaflensu. Þeir fundu náskylda stofna í andfuglunum og telja að með því að fylgjast með öndunum megi rekja smitleiðir og undirbúa bóluefni sem nota mætti þegar faraldur breiðist út.
Erlent Fréttir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira