Öryggismyndavélar-falskt öryggi 23. ágúst 2005 00:01 Forstjóri Persónuverndar segir vöktunaræði hafa gripið um sig, þar sem allan vanda eigi að leysa með öryggismyndavélum. Hún óttast að fólk upplifi falskt öryggi á kostnað friðhelgi einkalífsins. Ætli það sem gerði frægt atriði í myndinni Modern Times með Charlie Chaplin fyndið fyrir nokkrum áratugum hafi ekki verið hversu fjarstæðukennt það þótti að yfirmaðurinn gæti fylgst með starfsmönnum sínum á þennan máta. Ýmislegt hefur þó breyst í millitíðinni. Sagt er að Bandaríkjamenn séu festir á filmu 70 prósent af vökutíma þeirra og hlutfallið í Bretlandi er víst enn hærra. Leiða má að því líkum að Íslendingar séu þar engir eftirbátar. Öryggismyndavélar eru á heimilum, í skólum, á leikvöllum, í verslunum og verslunarmiðstöðvum, við akbrautir, á skemmtistöðum, í bönkum, í miðborginni, á vinnustöðum og nú síðast greip eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class til þess ráðs að koma fyrir falinni myndavél í búningsklefa til að koma upp um þjófnaðarmál. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar líkir þessu við vöktunaræði og segir ástæðu þess hvað andmælaraddirnar eru lágværar þá að fólk telur að með myndavélarnar veiti því öryggi. Hún segir að það sem þau séu að benda á sé að vöktunin er tvíbent og í staðinn fyrir falskt öryggi er einnig hægt að upplifa hættulegt óöryggi sem felst í því að fólk glatar sínu einkalífi á einhvern hátt. Meginreglan er sú að fólk má setja upp myndavélar í þeim tilgangi að tryggja öryggi sitt og eignir, en skýrar merkingar um að svæðið sé vaktað þurfa að fylgja. Lögreglan er eini aðilinn sem getur vaktað með leynd og þarf dómsúrkurð til -og vinnuveitendur sem vilja vakta starfsfólk sitt með myndavélum þurfa leyfi Persónuverndar til slíks. Sigrún segir að Persónuvernd fái í sínauknum mæli erindi frá starfsmönnum þar sem þeim finnst of langt gengið í vöktun, ekki bara með myndavélum heldur einnig símtölum og ferðir þeirra um internetið sem og húsakynni fyrirtækisins. Það er því ljóst að vöktun á íslenskum vinnustöðum hefur teygt sig lengra en hugmyndaflug kvikmyndagerðarmanna á síðustu öld. Fréttir Innlent Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir vöktunaræði hafa gripið um sig, þar sem allan vanda eigi að leysa með öryggismyndavélum. Hún óttast að fólk upplifi falskt öryggi á kostnað friðhelgi einkalífsins. Ætli það sem gerði frægt atriði í myndinni Modern Times með Charlie Chaplin fyndið fyrir nokkrum áratugum hafi ekki verið hversu fjarstæðukennt það þótti að yfirmaðurinn gæti fylgst með starfsmönnum sínum á þennan máta. Ýmislegt hefur þó breyst í millitíðinni. Sagt er að Bandaríkjamenn séu festir á filmu 70 prósent af vökutíma þeirra og hlutfallið í Bretlandi er víst enn hærra. Leiða má að því líkum að Íslendingar séu þar engir eftirbátar. Öryggismyndavélar eru á heimilum, í skólum, á leikvöllum, í verslunum og verslunarmiðstöðvum, við akbrautir, á skemmtistöðum, í bönkum, í miðborginni, á vinnustöðum og nú síðast greip eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class til þess ráðs að koma fyrir falinni myndavél í búningsklefa til að koma upp um þjófnaðarmál. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar líkir þessu við vöktunaræði og segir ástæðu þess hvað andmælaraddirnar eru lágværar þá að fólk telur að með myndavélarnar veiti því öryggi. Hún segir að það sem þau séu að benda á sé að vöktunin er tvíbent og í staðinn fyrir falskt öryggi er einnig hægt að upplifa hættulegt óöryggi sem felst í því að fólk glatar sínu einkalífi á einhvern hátt. Meginreglan er sú að fólk má setja upp myndavélar í þeim tilgangi að tryggja öryggi sitt og eignir, en skýrar merkingar um að svæðið sé vaktað þurfa að fylgja. Lögreglan er eini aðilinn sem getur vaktað með leynd og þarf dómsúrkurð til -og vinnuveitendur sem vilja vakta starfsfólk sitt með myndavélum þurfa leyfi Persónuverndar til slíks. Sigrún segir að Persónuvernd fái í sínauknum mæli erindi frá starfsmönnum þar sem þeim finnst of langt gengið í vöktun, ekki bara með myndavélum heldur einnig símtölum og ferðir þeirra um internetið sem og húsakynni fyrirtækisins. Það er því ljóst að vöktun á íslenskum vinnustöðum hefur teygt sig lengra en hugmyndaflug kvikmyndagerðarmanna á síðustu öld.
Fréttir Innlent Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira