Öryggismyndavélar-falskt öryggi 23. ágúst 2005 00:01 Forstjóri Persónuverndar segir vöktunaræði hafa gripið um sig, þar sem allan vanda eigi að leysa með öryggismyndavélum. Hún óttast að fólk upplifi falskt öryggi á kostnað friðhelgi einkalífsins. Ætli það sem gerði frægt atriði í myndinni Modern Times með Charlie Chaplin fyndið fyrir nokkrum áratugum hafi ekki verið hversu fjarstæðukennt það þótti að yfirmaðurinn gæti fylgst með starfsmönnum sínum á þennan máta. Ýmislegt hefur þó breyst í millitíðinni. Sagt er að Bandaríkjamenn séu festir á filmu 70 prósent af vökutíma þeirra og hlutfallið í Bretlandi er víst enn hærra. Leiða má að því líkum að Íslendingar séu þar engir eftirbátar. Öryggismyndavélar eru á heimilum, í skólum, á leikvöllum, í verslunum og verslunarmiðstöðvum, við akbrautir, á skemmtistöðum, í bönkum, í miðborginni, á vinnustöðum og nú síðast greip eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class til þess ráðs að koma fyrir falinni myndavél í búningsklefa til að koma upp um þjófnaðarmál. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar líkir þessu við vöktunaræði og segir ástæðu þess hvað andmælaraddirnar eru lágværar þá að fólk telur að með myndavélarnar veiti því öryggi. Hún segir að það sem þau séu að benda á sé að vöktunin er tvíbent og í staðinn fyrir falskt öryggi er einnig hægt að upplifa hættulegt óöryggi sem felst í því að fólk glatar sínu einkalífi á einhvern hátt. Meginreglan er sú að fólk má setja upp myndavélar í þeim tilgangi að tryggja öryggi sitt og eignir, en skýrar merkingar um að svæðið sé vaktað þurfa að fylgja. Lögreglan er eini aðilinn sem getur vaktað með leynd og þarf dómsúrkurð til -og vinnuveitendur sem vilja vakta starfsfólk sitt með myndavélum þurfa leyfi Persónuverndar til slíks. Sigrún segir að Persónuvernd fái í sínauknum mæli erindi frá starfsmönnum þar sem þeim finnst of langt gengið í vöktun, ekki bara með myndavélum heldur einnig símtölum og ferðir þeirra um internetið sem og húsakynni fyrirtækisins. Það er því ljóst að vöktun á íslenskum vinnustöðum hefur teygt sig lengra en hugmyndaflug kvikmyndagerðarmanna á síðustu öld. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir vöktunaræði hafa gripið um sig, þar sem allan vanda eigi að leysa með öryggismyndavélum. Hún óttast að fólk upplifi falskt öryggi á kostnað friðhelgi einkalífsins. Ætli það sem gerði frægt atriði í myndinni Modern Times með Charlie Chaplin fyndið fyrir nokkrum áratugum hafi ekki verið hversu fjarstæðukennt það þótti að yfirmaðurinn gæti fylgst með starfsmönnum sínum á þennan máta. Ýmislegt hefur þó breyst í millitíðinni. Sagt er að Bandaríkjamenn séu festir á filmu 70 prósent af vökutíma þeirra og hlutfallið í Bretlandi er víst enn hærra. Leiða má að því líkum að Íslendingar séu þar engir eftirbátar. Öryggismyndavélar eru á heimilum, í skólum, á leikvöllum, í verslunum og verslunarmiðstöðvum, við akbrautir, á skemmtistöðum, í bönkum, í miðborginni, á vinnustöðum og nú síðast greip eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class til þess ráðs að koma fyrir falinni myndavél í búningsklefa til að koma upp um þjófnaðarmál. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar líkir þessu við vöktunaræði og segir ástæðu þess hvað andmælaraddirnar eru lágværar þá að fólk telur að með myndavélarnar veiti því öryggi. Hún segir að það sem þau séu að benda á sé að vöktunin er tvíbent og í staðinn fyrir falskt öryggi er einnig hægt að upplifa hættulegt óöryggi sem felst í því að fólk glatar sínu einkalífi á einhvern hátt. Meginreglan er sú að fólk má setja upp myndavélar í þeim tilgangi að tryggja öryggi sitt og eignir, en skýrar merkingar um að svæðið sé vaktað þurfa að fylgja. Lögreglan er eini aðilinn sem getur vaktað með leynd og þarf dómsúrkurð til -og vinnuveitendur sem vilja vakta starfsfólk sitt með myndavélum þurfa leyfi Persónuverndar til slíks. Sigrún segir að Persónuvernd fái í sínauknum mæli erindi frá starfsmönnum þar sem þeim finnst of langt gengið í vöktun, ekki bara með myndavélum heldur einnig símtölum og ferðir þeirra um internetið sem og húsakynni fyrirtækisins. Það er því ljóst að vöktun á íslenskum vinnustöðum hefur teygt sig lengra en hugmyndaflug kvikmyndagerðarmanna á síðustu öld.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira