Leiðarkort Strætó er hálfkák 23. ágúst 2005 00:01 "Ég leitaði samstarfs við Strætó fyrir tæpum fjórum árum þegar ljóst var að hanna ætti nýtt leiðarkerfi," segir Ingi Gunnar Jóhannsson landfræðingur og kortagerðamaður. Hann hefur, í samvinnu við Auglýsingastofu Þórhildar, hannað svonefnt huglægt kort af nýja leiðarkerfinu en slík kort eru mörgum kunn úr leiðarkerfum jarðlesta evrópskra stórborga. Þrátt fyrir ágætar viðtökur hjá Strætó hefur ekki fengist grænt ljós á samstarf um útgáfuna. Ingi Gunnar taldi sig vera á beinni og breiðri braut þegar hugmyndir hans voru notaðar til frumkynningar nýja leiðarkerfisins fyrir almenningi í september á síðasta ári. Nú virðast ljón í veginum og hefur Strætó gefið út annað leiðarkort. Það kallar Ingi Gunnar hálfkák sem nýtast mun strætófarþegum illa. Munurinn á huglægum kortum og hefðbundnum er sá að ekki er sýnt það eiginlega svæði sem kortið nær yfir, beygjur og réttar fjarlægðir víkja fyrir einfaldleika beinna lína. Lykilatriðið er að nafgreina stoppistöðvar og sýna glögglega hvar leiðir mætast. "Með svona kort í höndunum getur notandinn hoppað upp í vagn og hringsólað um borgina og það án þess að týnast heldur þvert á móti vita alltaf hvar hann er." Ingi Gunnar nefnir það einnig sem mikilvægan kost huglægra korta að fólk þarf ekki að kunna sérstök skil á borginni sem ferðast er um. "Með kortið í höndunum og vel merktar stoppistöðvar gengur þetta upp, alveg eins og í París, Róm eða Hamborg eða bara hvar sem er. Svona ferðast menn á 21. öldinni og gerðu reyndar líka á þeirri 20." Ingi Gunnar hefur hannað og gefið út huglægt kort fyrir leiðarkerfi langferðabíla landsins og er því dreift árlega í 60 þúsund eintökum til ferðamanna. Útgáfan er kostuð með auglýsingum á kortinu. Hann hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn Strætó um samstarf um útgáfuna en enn er óljóst hvort fyrirtækið komi að verkinu. Það hefur jú gefið út eigið leiðarkort, sem Ingi Gunnar ber ekki vel söguna. En býst hann við að kortið komi fyrir almennings sjónir hvort sem Strætó verður með eða ekki? "Ég gef þetta út sjálfur ef Strætó leitar ekki samstarfs. Borgarbúar fá að sjá þetta innan tíðar enda eiga þeir skilið að rata um og njóta þessa frábæra leiðakerfis sem nú er búið að byggja upp. Þannig mun kerfið líka nýtast miklu betur." Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
"Ég leitaði samstarfs við Strætó fyrir tæpum fjórum árum þegar ljóst var að hanna ætti nýtt leiðarkerfi," segir Ingi Gunnar Jóhannsson landfræðingur og kortagerðamaður. Hann hefur, í samvinnu við Auglýsingastofu Þórhildar, hannað svonefnt huglægt kort af nýja leiðarkerfinu en slík kort eru mörgum kunn úr leiðarkerfum jarðlesta evrópskra stórborga. Þrátt fyrir ágætar viðtökur hjá Strætó hefur ekki fengist grænt ljós á samstarf um útgáfuna. Ingi Gunnar taldi sig vera á beinni og breiðri braut þegar hugmyndir hans voru notaðar til frumkynningar nýja leiðarkerfisins fyrir almenningi í september á síðasta ári. Nú virðast ljón í veginum og hefur Strætó gefið út annað leiðarkort. Það kallar Ingi Gunnar hálfkák sem nýtast mun strætófarþegum illa. Munurinn á huglægum kortum og hefðbundnum er sá að ekki er sýnt það eiginlega svæði sem kortið nær yfir, beygjur og réttar fjarlægðir víkja fyrir einfaldleika beinna lína. Lykilatriðið er að nafgreina stoppistöðvar og sýna glögglega hvar leiðir mætast. "Með svona kort í höndunum getur notandinn hoppað upp í vagn og hringsólað um borgina og það án þess að týnast heldur þvert á móti vita alltaf hvar hann er." Ingi Gunnar nefnir það einnig sem mikilvægan kost huglægra korta að fólk þarf ekki að kunna sérstök skil á borginni sem ferðast er um. "Með kortið í höndunum og vel merktar stoppistöðvar gengur þetta upp, alveg eins og í París, Róm eða Hamborg eða bara hvar sem er. Svona ferðast menn á 21. öldinni og gerðu reyndar líka á þeirri 20." Ingi Gunnar hefur hannað og gefið út huglægt kort fyrir leiðarkerfi langferðabíla landsins og er því dreift árlega í 60 þúsund eintökum til ferðamanna. Útgáfan er kostuð með auglýsingum á kortinu. Hann hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn Strætó um samstarf um útgáfuna en enn er óljóst hvort fyrirtækið komi að verkinu. Það hefur jú gefið út eigið leiðarkort, sem Ingi Gunnar ber ekki vel söguna. En býst hann við að kortið komi fyrir almennings sjónir hvort sem Strætó verður með eða ekki? "Ég gef þetta út sjálfur ef Strætó leitar ekki samstarfs. Borgarbúar fá að sjá þetta innan tíðar enda eiga þeir skilið að rata um og njóta þessa frábæra leiðakerfis sem nú er búið að byggja upp. Þannig mun kerfið líka nýtast miklu betur."
Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira