Erlent

Arftaki Concorde í loftið

Japanska geimvísindastofnunin ætlar í september að reynslufljúga arftaka Concorde farþegaþotunnar. Búið er að fá heimild til flugsins yfir eyðimörkum Ástralíu. Concorde var sem kunnugt er fyrsta hljóðfráa farþegaþotan, en notkun hennar var hætt árið 2003. Japanska þotan á að taka þrjúhundruð farþega í sæti, helmingi fleiri en Concorde. Hún á að fljúga á tvöföldum hljóðhraða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×