Erlent

Brottflutningi lokið

Brottflutningi gyðinga frá Gaza er lokið, eftir hátt í fjörutíu ára landnám. Bush Bandaríkjaforseti sagði brottflutninginn sögulegt skref í átt til friðar í Mið-Austurlöndum. Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna hefur lofað Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, að vinna að friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Leiðtogarnir ræddust við í síma og óskaði Abbas Sharon til hamingju með vel heppnaða aðgerð sem endaði degi fyrr en áætlað var. Abbas ítrekaði nauðsyn þess að halda áfram friðarviðræðum og sagði við Sharon að stjórnvöld í Palestínu styddu viðræðurnar af heilum hug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×