Erlent

Mannskæð fuglaflensa í Kasakstan

Staðfest hefur verið að mannskæð fuglaflensa hefur borist til sjö þorpa í Kasakstan. Talin er bráð hætta á að H5N1-stofn fuglaflensu breiðist út um vesturhluta landsins. Frönsk heilbrigðisyfirvöld segja hættuna á fuglaflensusmiti í Evrópu af völdum farfugla frá Rússlandi takmarkaða en að rétt sé að vera á verði. Alifuglaframleiðendur þurfi til dæmis að fylgjast vel með fuglunum sínum. Víða hefur verið brugðið á það ráð að hafa alifugla innan dyra, til að draga úr smithættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×