Erlent

Íbúðablokk hrundi á Indlandi

Að minnsta kosti ellefu manns létust þegar íbúðablokk hrundi til grunna í Bombay á Indlandi í nótt. Þá er 25 manns enn saknað. Húsið var fjögurra hæða og meira en 100 ára gamalt. Þar bjuggu 16 fjölskyldur og voru flestir sofandi þegar húsið hrundi. Ekki er fátítt að hús hrynji í Bombay en erfiðlega gengur að fá fólk til að halda húsum sínum við vegna fátæktar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×