Erlent

Vildu selja ungling fyrir krakk

Parið keyrði um hundrað kílómetra leið frá heimili sínu til að afhenda stúlkuna eiturlyfjasala í Pittsburg í Pennsylvaníu. Parið, sem er á fimmtugsaldri, var handtekið í bíl sínum í Pittsburg snemma morguns á þriðjudag í síðustu viku. Fórnarlambið fannst einnig í bílnum, og auk hennar 13 ára stúlka. Parið hafði þegar misnotað báðar stúlkurnar kynferðislega. Stúlkurnar höfðu báðar hlaupist að heiman, önnur hafði strokið úr unglingafangelsi í Ohio. Skötuhjúin eiga yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangavist verði þau fundin sek um að ætla að fá einstakling undir lögaldri til að taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi. Stúlkunum hefur verið komið fyrir á fósturheimilum en parið mætti fyrir rétt í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×